Ráðamenn innan ESB og í höfuðborgum margra aðildarlanda sambandsins óttast vaxandi fylgi róttækra vinstrisinna. Óttinn hefur meðal annars birst í umræðum vegna forsetakjörs í Grikklandi. Fái enginn frambjóðandi 180 atkvæði í þriðju umferð kjörsins hinn 29. desember verður þing rofið og boðað til kosninga. Kannanir benda til að Syriza, bandalag róttækra vinstrisinna, fái mest fylgi kjósenda. Flokkurinn berst gegn aðhaldsstefnu ESB og segist ætla að rifta samningum Grikkja um neyðarlán frá ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), þríeykinu.
Á Spáni hafa róttækir vinstrimenn sameinast innan samtaka undir heitinu Podemos (við getum). Þeir búa sig undir þingkosningar í landinu árið 2015 með því að gagnrýna aðhaldsstefnuna í þágu evrunnar. Pablo Iglesias er formaður samtakanna og kannanir sýna að þau njóta nú meira fylgis kjósenda en Lýðflokkurinn (PP) undir forystu Marianos Rajoys forsætisráðherra og Sósíalistaflokkurinn.
Róttækir vinstrimenn höfða einnig til kjósenda í Portúgal, á Kýpur og Írlandi sem kveinka sér undan aðhaldskröfunum frá hinum háu herrum í Brussel og sakna örlætis velferðarkerfisins.
Í greiningu stjórnmálafræðinga á þróuninni innan ESB er lögð áhersla á muninn milli norður og suðurhluta sambandsins. Í norðurhlutanum aukist fylgi flokka sem vilji setja skorður við komu innflytjenda og skilgreindir séu til hægri en róttækir vinstrisinnar höfði til kjósenda í suðurhlutanum. Í norðurhlutanum segi menn einnig að þeir ætli ekki að borga brúsann fyrir þá sem búa í suðri og rísi þannig gegn samstöðu innan ESB en í suðri rísi menn gegn þríeykinu sem hafi lánað þeim peninga.
Þá er bent á að aldarfjórðungi eftir hrun kommúnismans megi kenna það við tímaskekkju að til verði róttækir vinstriflokkar sem berjist fyrir því eins og Podemos að „ Evrópa brjóti af sér hlekki AGS“ sem vilji gera út af við velferðarþjóðfélagið og vega að kjörum alþýðunnar.
Podemos hefur á stefnuskrá sinni að berjast gegn ofurvaldi Þjóðverja sem reyni að hneppa Spánverja í „nýlendufjötra“. „Við segjum við Merkel að við höfum heiður okkar að verja og munum ekki krjúpa fyrir henni,“ segir Pablo Iglesias.
Sérfræðingar segja að róttækir vinstrisinnar séu ekki eins hættulegir ESB og orð þeirra kunni að sýna. Þeir gangi ekki eins langt gegn ESB og þeir sem halla sér lengst til hægri. Á hægri vængnum séu flokkar sem vilji splundra ESB innan frá en róttækir vinstrimenn telji að unnt sé að breyta ESB og laga samstarfið að óskum sínum. Þeir séu hvorki á móti ESB né frekari samrunaþróun innan sambandsins en vilji breytingar í anda stefnu sinnar um aukin ríkisafskipti og útgjöld til félagsmála.
Þjóðfylkingin í Frakklandi undir forystu Marine Le Pen blandar saman þjóðernishyggju og róttækri and-ESB-stefnu sem höfðar sterkt til kjósenda, boðskapur flokksins er einfaldari en hinna róttæku vinstrisinna. Vakið hefur verið máls á að með hinum einfalda boðskap tengdum þjóðerniskennd eigi Þjóðfylkingin auðveldara með að ná til kjósenda en þeir sem halla sér lengst til vinstri. Það kunni því aðeins að vera spurning um tíma hvenær vinstrisinnar taki til við að flétta þjóðernisstefnu meira inn í boðskap sinn til að höfða betur til stærri hóps kjósenda.
(Heimild: Le Monde)
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...