Þess er minnst laugardaginn 24. janúar 2015 að 50 ár eru frá því að Winston Churchill andaðist. Hinn mikli leiðtogi Breta og hins frjálsa heims í síðari heimsstyrjöldinni. Að henni lokinni varaði hann við Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna, útþenslu heimskommúnismans. Hann flutti ræðu í Westminster College í Fulton í Missouri-ríki í Bandaríkjunum hinn 5. mars 1946 og kynnti þá til sögunnar hættuna á að járntjald mundi kljúfa Evrópu milli austurs og vesturs. Hann sagði meðal annars:
„[Þ]að sem við verðum að íhuga hér í dag, á meðan enn gefst tími til þess, eru leiðir til að koma varanlega í veg fyrir stríð og til að skapa aðstæður fyrir frelsi og lýðræði eins fljótt og verða má í öllum löndum. Við fjarlægjum ekki vandamál okkar og hættur með því að loka augunum fyrir þeim. Það eitt að bíða og sjá hvað gerist mun ekki fjarlægja þær; friðþægingarstefna mun ekki heldur ýta þeim til hliðar. Þörf er á sameiginlegri lausn og því lengur sem tefst að finna hana þeim mun erfiðara verður það og þeim meiri hættur munu að okkur steðja.
Af kynnum mínum af rússneskum vinum okkar og bandamönnum í stríðinu ræðst sú sannfæring mín að þeir dá ekkert meira en mátt og í huga þeirra er ekkert ómerkilegra en vanmáttur, einkum hernaðarlegur vanmáttur. Þetta er ástæðan fyrir því að gamla kenningin um valdajafnvægi er ótraust. Við getum ekki leyft okkur, fáum við því ráðið, að hafa ekki borð fyrir báru, að skapa þeim freistingar sem vilja reyna krafta sína.“
Þessi orð hafa gildi enn þann dag í dag þegar enn eru óleyst mál í samskiptum við Rússa sem kunna að ógna öryggi fleiri en þeirra sem búa í Úkraínu. Enn þann dag í dag virða Rússar hernaðarmátt og hafa skömm á vanmætti.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...