Föstudagurinn 22. janúar 2021

Rússneskur þingmaður dregur réttmæti sameiningar Þýskalands í efa - vill ná sér niðri á Evrópu­ráðsþinginu


29. janúar 2015 klukkan 13:20
Úr þingi Rússlands, Dúmunni.

Þing Evrópuráðsins samþykkti kjörbréf rússnesku þingmannanefndarinnar á fundi sínum miðvikudaginn 28. janúar en ákvað jafnframt að takmarka umboð rússnesku þingmannanna, þeir hefðu ekki heimild til að greiða atkvæði, mættu ekki vera talsmenn tillagna í nefndum eða á fundum þingsins, gætu ekki tekið að sér að sinna eftirliti með kosningum í einstökum löndum og gætu ekki komið fram fyrir Evrópuráðsþingsins gagnvart öðrum stofnunum. Hafnað var tillögu um að reka rússnesku þingmennina úr Evrópuráðinu með vísan til þess að viðræður við þá kynnu að stuðla að lausn ágreiningsmála. Hin takmörkuðu réttindi Rússa á Evrópuráðsþinginu í Strassborg má rekja til íhlutunar þeirra í málefni Úkraínu og innliminuar Krím í Rússland.

Rússneska fréttastofan Itar-Tass segir að vaxandi reiði sé meðal þingmanna í Dúmunni í Moskvu vegna framkomu þingmanna Evrópuráðsins í garð Rússa. Þar hugi menn að gagnaðgerðum og meðal annars hafi komið fram tillaga um að þingið álykti að sameining Austur- og Vestur-Þýskalands hafi í raun verið innlimun, þar sem ráðamenn vesturhlutans hafi hrifsað allt landið undir sína stjórn á árunum 1989 og 1990.

Nikolaj Ivanov, þingmaður kommúnista, hefur flutt tillögu í þessa veru og hefur henni verið vísað til utanríkismálanefndar þingsins.

Í bréfi sem Ivanov ritaði Sergej Narijstjkin þingforseta segir hann að yfirlýsing um eðli „innlimunarinnar“ í Þýsklandi kunni að vera verðugt svar við því sem ályktað sé á Evrópuráðsþinginu. Sá sé munurinn á því sem gerðist á Krímskaga og í Austur-Þýskalandi, að Austur-Þjóðverjar hafi aldrei fengið að greiða atkvæði á sama hátt og Krímverjar, þeir hafi gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína.

Ríkisstjórnir Vesturlanda sögðu þjóðaratkvæðagreiðsluna á Krím ekki í samræmi við alþjóðalög og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ógilti hana. Endursameining Þýskalands kom til sögunnar eftir viðræður við sigurvegara í síðara heimsstyrjöldinni og leiðtogar Svoétríkjanna samþykktu hana á sínum tíma.

Heimild: Der Spiegel

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS