Podemos, ný hreyfing vinstrisinna í Grikklandi sem lítur á Syriza í Grikklandi sem fyrirmynd, efndi laugardaginn 31. janúar til fjöldamótmæla á götum Madrid. BBC segir að tugir þúsunda manna hafi tekið þátt í göngu um götur borgarinnar undir slagorðinu: „Umbótagangan“.
Podemos er að hefja fjöldafundi utandyra með göngunni í Madrid. Hreyfingin nýtur mikils stuðnings í könnunum. Hún berst fyrir að hluti skulda Spánverja verði afskrifaður vinni hún þingkosningar á Spáni síðar á árinu.
Podemos segir að stjórnmálamenn eigi „að þjóna fólkinu en ekki sérhagsmunum“. Stjórnarflokkurinn, Lýðflokkurinn, situr undir ámæli fyrir spillingu en efnahagsstjórn hans virðist skila árangri miðað við hagtölur.
Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, segir að efnahagsvanda Spánverja megi rekja til þess að „spilltur minnihluti hafi framið mesta stórþjófnað í síðari tíma sögu Spánar“. Podemos skapaði sér sess í spænskum stjórnmálum í kosningunum til ESB-þingsins í maí 2014.
Forystumenn Lýðflokksins (mið-hægri) og sósíalista vara fólk við að taka mark á málflutningi og stefnu Podemos, þar sé ekki um annað en lýðskrum að ræða. Lýðflokkurinn og sósíalistar hafa skipst á að fara með völdin á Spáni en nú ógnar Podemos tveggja flokka kerfinu og kallar því yfir sig reiði frá þeim sem eru hægra og vinstra megin við miðjuna.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Lýðflokksins, hefur varað Spánverja við að „leika rússneska rúllettu“ með því að styðja nýja flokkinn sem lofi gulli og grænum skógum án þess að geta staðið við loforðin.
Þá eru forystumenn Podemos sakaðir um að hafa tengsl við kommúnista sem fara með öll völd í Venezuela auk þess sem sumir hinna valdamestu þeirra hafi ekki hreinan skjöld í fjármálum. Þessum ásökunum hefur Iglesias hafnað og af hálfu flokksins hafa menn sagt að skattskýrslur viðkomandi verði birtar.
„Við brosum í hatursfull andlit þeirra,“ segir Iglesias jafnan að sögn AFP-fréttastofunnar. Hann sagði von hafa fæðst eftir sigur Syriza í Grikklandi.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...