Evru-ráðherrahópurinn sat næstum sjö tíma á fundi miðvikudaginn 11. febrúar. Þetta var fyrsti fundur ráðherranna eftir að ný ríkisstjórn var mynduð í Grikklandi. Fundinum lauk án niðurstöðu. Ráðherrarnir komu sér ekki einu sinni saman um fréttatilkynningu.
Sky News segir að Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hafi yfirgefið fundinn án þess að kasta kveðju á aðra ráðherra þar sem honum hafi þótt nóg um málflutning Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja. Ágreiningur þeirra hafi snúist um orð í drögum að fréttatilkynningu hvort þar ætti að standa orðið amend „breyta“ eða extend „framlengja“ þegar rætt var um lánaskilmála Grikkja.
Aðrar fréttir herma að tillaga að fréttatilkynningu eða sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðherranna hafi verið á borðinu þegar gríski ráðherrann hringdi til Aþenu til að kanna hug manna þar til textans og kom með þau boð til baka að hann gæti ekki samþykkt tillöguna. Í þessum fréttum segir að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hafi eindregið lagst gegn orðalagi sem mætti túlka á þann hátt að hugsanlega yrðu skilyrðin vegna neyðarlána til Grikkja framlengd. Eftir á segja grísk yfirvöld að þau hafi aldrei gefið samþykki sitt við drögum að fréttatilkynningu.
Fyrr í vikunni var Wolfgang Schäuble á fundi G20-ríkjanna í Istanbul í Tyrklandi. Þar var einnig blaðamaður frá Frankfurter Allgemeine Zeitung sem ræddi við Schäuble og minntist meðal annars á þá staðreynd að sem fjármálaráðherra hefði hann í vegna efnahagsvanda Grikkja átt samskipti við sex gríska fjármálaráðherra: Giorgos Papakonstantinou, Evangelos Venizelos, Philippos Sachinidis, Giorgos Zannias, Giannis Stournaras, Gikas Hardouvelis áður en Yanis Varoufakis kom til sögunnar. Spurði blaðamaðurinn hvað Schäuble hefði um Varoufakis að segja, hvort hann væri bjartsýnn eða svartsýnn um að semja mætti við hann. Schäuble svaraði:
„Ég veit það ekki, frekar en fyrri daginn. Auðvitað fylgist maður með þróuninni í mikilvægustu evrópsku samstarfslöndunum. Ég hef lengi haft þá skoðun að verulega mikið sé spunnið í stjórnmálamann í öðru landi sem heyir svo árangursríka kosningabaráttu og nýtur svo mikils stuðnings meðal þjóðarinnar. Ég ber djúpa virðingu fyrir því.“
Þá sagði hann að Varoufakis væri „framúrskarandi hagfræðingur“ sem hefði lagt sig mjög fram í umræðum um „svonefnda evru-kreppu“. Hann minntist einnig á ímynd gríska ráðherrans sem rokkstjörnu: Það kynni að þykja forvitnilegt í fjölmiðlum „hvort einhver girðir skyrtuna eða gengur ógirtur“ en í hans huga skipti það í raun litlu hvort einhver gengi með hálsbindi eða ekki. Varoufakis væri siðmenntaður maður og þegar þeir hittust á fyrsta fundi sínum í Berlín hefði samtalið verið „mjög kurteislegt og eðlilegt“.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...