Miđvikudagurinn 28. október 2020

Reuters fellur á prófinu í samtali viđ Ólaf Ólafsson


17. febrúar 2015 klukkan 11:29

Ragnhildur Sigurđardóttir skrifar frétt á vef Reuters-fréttastofunnar mánudaginn 16. febrúar undir fyrirsögninni: Íslenskur kaupsýslumađur segist blóraböggull í tímamótamáli.

Fréttin er reist á viđtali viđ Ólaf Ólafsson sem gjarnan er kenndur viđ Samskip og vísar fyrirsögnin til dómsins í Al Thani-málinu yfir Kaupţingsmönnum. Í inngangi hennar sakar Ólafur stjórnmálamenn á Íslandi um ađ nota bankakerfiđ sem blóraböggul vegna eigin mistaka. Ólafur segir meira í símaviđtali viđ Ragnhildi:

„Ég tel ađ dómararnir hafi fyrst ákveđiđ niđurstöđuna og síđan skrifađ dóminn. Ísland er mjög lítiđ land … Múrinn milli stjórnmálamanna og embćttismanna er mjög ţunnur.

Stjórnmálamennirnir ákváđu ađ beina athyglinni alfariđ ađ bankakerfinu og rannsaka ekki hvađ fór úrskeiđis í efnahagsmálum á ábyrgđ ţeirra.“

Ţetta eru sérkennileg ummćli sem standast ekki ţegar grannt er skođađ. Rituđ hefur mörg ţúsund blađsíđna rannsóknarskýrsla á vegum alţingis um bankahruniđ og ađdraganda ţess. Ţá kom landsdómur saman í fyrsta sinn í sögunni til ađ fjalla um ákćru á hendur Geir H. Haarde sem var forsćtisráđherra ţegar bankarnir féllu.

Eitt er ađ Ólafur Ólafsson grípi til rangfćrslna annađ ađ Reuters láti undir höfuđ leggjast ađ setja orđ hans í samhengi viđ hiđ viđamikla rannsóknarstarf sem hefur veriđ unniđ til ađ kanna hlut stjórnmálamanna vegna bankahrunsins.

Ţá hefur tvisvar veriđ gengiđ til ţingkosninga frá ţví ađ bankarnir hrundu. Ţar fella kjósendur dóm yfir stjórnmálamönnum.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS