Laugardagurinn 23. febrúar 2019

Evru-ráðherrahópurinn hefur framtíð ESB í hendi sér, segir sérhæft ESB-blað


23. febrúar 2015 klukkan 12:11

New Europe er blað útgefið í Brussel sem helgar sig málefnum Evrópusambandsins. Mánudaginn 23. febrúar birtist þar leiðari í tilefni af úrslitafundi í evru-ráðherrahópnum um skulda- og ríkisfjármála Grikkja. Þar segir:

„Þetta er stund Evrópu. Annaðhvort getur hún haldið áfram hinni misheppnuðu aðhaldsstefnu eða mótað nýja stefnu, reista á grundvallarsjónarmiðum álfunnar sem hafa fallið í þagnargildi á síðasta áratug óvissu og aðgerðaleysis.

Aðhaldsstefnan er misheppnuð og ógnar beinlínis tilvist Evrópusambandsins, henni er þó haldið til streitu vegna hagsmuna einnar þjóðar. Í stað þess að vera samband 28 jafningja hefur það orðið orðið að G27, það er Þýskaland (Germany) plús 27 minnimáttar þátttakendur.

Hin misheppnaða stefna hefur haldið lífi vegna skorts á andstöðu eða vegna þess hve margar skoðanir eru leyfðar í Brussel. Helstu stjórnmálahóparnir hafa tekið höndum saman til að tryggja að aðhaldsstefnan sé eini leyfði kosturinn, þessari skoðun hefur verið hafnað af grísku þjóðinni, hún hafnaði aðhaldsflokkunum og kaus flokk sem hét því að gæta hagsmuna hennar og binda óréttlátar þjáningar hennar. […]

Ný tengsl milli Grikklands og Evrópu munu sýna öllum Evrópubúum að um sé að ræða raunverulegar, djúpstæðar og efnislegar umbætur ekki aðeins varðandi fjármál heldur einnig gagnvart lýðræðislegum ákvörðunum borgaranna, að Evrópa sé mynduð af hópi lýðræðisríkja en ekki í hafti einnar þjóðar og viðskiptahagsmuna.

Í þessu fælist raunveruleg breyting og húni mundi snúa Evrópu í aðra átt. Margir vita þetta, ekki síst Jean-Claude Juncker, eini maðurinn sem mun vaxa af virðingu vegna þessa hættusástands.

Hann hefur beitt sér mjög fyrir samkomulagi, ekki aðeins í þágu Grikkja heldur til þess að framtíðin verði bjartari fyrir Evrópu.

Evrópu sem vaknað hefur að nýju, með nýjum lífsanda, tengd þjóðum sínum nýjum böndum.

Eða við getum búið áfram við hið sama og flotið sofandi að feigðarósi.“

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS