Fréttir af fundi evru-ráðherrahópsins mánudaginn 9. mars sýna að Grikkir hafa verið reknir öfugir út með tillögurnar sínar sem þeir töldu að mundu tryggja lokagreiðslu neyðarlánsins frá þríeykinu (ESB/SE/AGS). Ráðherrarnir gera gys að tillögunum og er haft eftir fjármálaráðherra Slóvakíu að væri hann menningarmálaráðherra gæti hann ef til vill ráðið í „bókmenntatextana“ sem Grikkir kynntu en þar sem hann væri fjármálaráðherra vildi hann sjá tölur.
Á þennan hátt gerir ráðherrann gys að orðaflauminum sem flæðir frá Yanis Varoufakis. fjármálaráðherra Grikkja, en ekki má á milli sjá hvort veki meiri athygli nú orðið klæðaburður ráðherrans eða innantómar yfirlýsingar hans.
Grísku ríkisstjórninni hefur verið bent á að hún verði að hljóta samþykki þríeykisins en nú má ekki lengur nota það orð, heldur er talað um „stofnanirnar“ í stað þríeykisins. Þá er ekki heldur lengur unnt að halda fundi fulltrúa Grikklands og þríeykisins í Aþenu heldur hefjast þeir í Brussel miðvikudaginn 11. mars. Í Aþenu tala menn um þetta sem „tæknilegar viðræður“ og láta eins og evru-ráðherrarnir hafi fallist á einhverja nýja pólitíska umgjörð sem er ekki.
Jeroen Dijsselbloem, formaður evru-ráðherrahópsins, sagði eftir fundinn 9. mars að ekki kæmi til neinnar greiðslu til Grikkja nema samkomulag tækist um aðgerðir af hálfu Grikkja um framkvæmd þeirra. Hann sakaði grísku ríkisstjórnina um tímasóun:
„Við höfum varið tveimur vikum til að ræða hver á að hitta hvern, hvar og undir hvaða formerkjum, þetta er hrein tímasóun.“
Eftir að vinstrisinninn Alexis Tsipras varð forsætisráðherra Grikklands hét hann því að þríeykið mundi aldrei framar heimsækja Aþenu. Síðan hefur ráðherrann talað um „stofnanirnar“.
Dijsselbloem sagði að samhliða því sem viðræður hæfust milli Grikkja og þríeykisins í Brussel væri nauðsynlegt að „tæknilegir hópar frá stofnununum [þríeykinu]“ fengju leyfi til að fara til Aþenu til að kynna sér framvindu mála. Yanis Varoufakis sagði að til slíkra heimsókna kynni að koma þætti það nauðsynlegt en bætti við:
„Ímyndi menn sér að fulltrúar þríeykisins myndi hóp teknókrata sem gangi í takt inn í ráðuneyti okkar til að framkvæma misheppnaða áætlun – þá er það liðin tíð.“
Bloomberg-fréttastofan segir að Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka evrunnar, hafi beitt Varoufakis þrýstingi og sagt honum að hann yrði að sætta sig við að fulltrúar þríeykisins kynntu sér gang mála í Aþenu.
Í gríska blaðinu Kathimerini segir að Zoe Constantopoulou, forseti gríska þingsins, hafi lagt fram tillögu um að þingið kjósi að nýju nefnd til að fjalla um hugsanlegar skaðabótakröfur á hendur Þjóðverjum vegna framgöngu þeirra í síðari heimsstyrjöldinni. Bætist þetta við hótun gríska varnarmálaráðherrans um að senda hælisleitendur, þar á meðal íslamista til Þýskalands, til að hefna fyrir „misréttið“ sem hann telur Grikki beitta.
Antti Rinne, fjármálaráðherra Finna, sagði við Frankfurter Allgemeine Zeitung eftir evru-ráðherrafundinn, að sér þætti eins og gríska ríkisstjórnin vissi ekki sjálf hve mikil fjárþörf hennar væri. Hann taldi af og frá að Grikkir gætu vænst þess að fyrirgreiðslu til þeirra yrði flýtt. Umbætur tækju tíma og til þessa hefði ríkisstjórn Grikklands ekki gripið til neinna handfastra aðgerða
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...