Fjármálaráðherrar ESB samþykktu þriðjudaginn 10. mars tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að veita Frökkum að nýju tveggja ára frest til að ná halla á ríkissjóði undir 3%, fyrst átti þetta takmark að nást í ár en fresturinn gildir nú til ársins 2017. Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, hafði viljað að fresturinn gilti til 2018 þar sem forsetakosningar eru í Frakklandi árið 2017.
Eftir að fjármálaráðherrarnir höfðu samþykkt tillöguna sagði Sapin:
„Evrópa [ESB] er hér til að hjálpa okkur, ekki til að refsa okkur. Í hvert sinn sem menn tala um refsingu leggja þeir lýðræðinu ekki lið heldur ýta undir öfgasjónarmið.“
Þessi orð gefa til kynna að pólitísk sjónarmið hafi ráðið mestu hjá framkvæmdastjórninni, ótti við að krafa um að Frakkar stæðu við það sem þeir lofuðu árið 2013 mundi enn auka fylgi Þjóðfylkingar Marine Le Pen sem mælist nú stærsti flokkur landsins.
Ákvörðunin um að sýna Frökkum linkind hefur meðal annars leitt til þess að Olli Rehn, fyrrverandi efnahagsmálastjóri ESB, sagði í síðustu viku að framkvæmdastjórnin ætti að hafa „hugrekki og vit“ til að segja Frökkum að þeir hefðu ekki gripið til nægilegra umbóta til að eiga þetta skilið.
Eftirmaður Rehns innan framkvæmdastjórnarinnar er Frakki, Pierre Moscovici, fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands. Lagði François Hollande Frakklandsforseti höfuðkapp á að fá sinn mann í þetta embætti, hótaði annars að styja ekki Jean-Claude Juncker sem forseta framkvæmdastjórnarinnar.
Benoit Coeure, stjórnarmaður í Seðlabanka evrunnar, sagði við The Financial Times að innan bankans væru menn „miður sín“ og óttuðust að regluverkið sem var mótað til að koma í veg fyrir að skuldakreppan endurtæki sig kynni „að hrynja“. Hann gaf einnig í skyn að Frakkar nytu góðs af því að vera stórþjóð:
„Það er ávallt mjög mikilvægt að þess sé gætt í Evrópu … að stór ríki fái ekki betri meðferð, þeim sé ekki þolað meira, njóti meiri sveigjanleika en lítil ríki. Það væri í beinni andstöðu við evrópska samrunann.“
Írski fjármálaráðherrann, Michael Noonan, hefur í tilefni af ákvörðuninni um Frakka sagt að Írar þarfnist einnig sveigjanleika. Sagðist hann hafa tekið málið upp við Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, á fundi evru-ráherrahópsins mánudaginn 9. mars en þegjandi stuðningur Þjóðverja dugði framkvæmdastjórninni til að gera Frökkum þetta góðverk.
Noonan segir að sjónarmið teknókrata ráði of miklu í Brussel, þeir taki ekki mið af því sem við blasi í einstökum löndum. Írska stjórnin vill auka ríkisútgjöld á komandi hausti en telur framkvæmdastjórn ESB setja sér of þröngar skorður þar sem hún líti aðeins á eigin spá um 0,6% hagvöxt en hann sé í raun 3.5%, hinn mesti innan ESB. Írska stjórnin vill auka útgjöld til húsnæðis- og heilbrigðismála en í Brussel benda menn henni á að útgjöld megi ekki aukast umfram hagvöxt.
Írski ráðherrann segir að á sama tíma og framkvæmdastjórnin veiti sex eða sjö ríkjum meira svigrúm sé óviðunandi að haldið sé aftur af Írum.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...