Politico er tímarit og öflug vefsíða í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, þar sem blaðamenn skrifa um stjórnmál, strauma og stefnur í Bandaríkjunum. Nú hafa eigendur Politico tekið höndum saman við þýska útgáfufyrirtækið Axel Springer, útgefanda Die Welt, Bild og margra annarra blaða, með það fyrir augum að hefja útgáfu Politico í Evrópu hinn 21. apríl. Í Washington hefur Politico vaxið og dafnað síðan 2006.
Æltunin er að fyrsta efni birtist á netinu 21. apríl en rúmlega 40 blaðamenn víðsvegar um Evrópu munu skrifa fyrir síðuna og vikublað sem kemur út í 30.000 eintökum í Brussel, London, París og Berlín. Markmið Politico er að verða „helsti miðill um stjórnmál og stefnur í Evrópu“. Segja aðstandendur nýju vefsíðunnar að þeir ráði yfir meiri mannafla en nokkur annar miðill í heimi til að fjalla um þau mál sem til umræðu eru tekin.
John Harris, aðalritstjóri Politico og annar stofnandi útgáfunnar, segir að í evrópsku útgáfunni verði sagt frá því sem gerist í stjórnmálum, viðskiptum, öryggismálum og efnahagsmálum. Hann sagði þegar hann kynnti nýju útgáfuna:
„Ég dáist að FT, The Economist og alþjóðaútgáfu The New York Times. Við ætlum að keppa á jafnréttisgrundvelli strax frá fyrsta degi.
Sókn okkar í Evrópu er í raun langstærsta verkefni okkar. Ég geri mér ekki í hugarlund að við verðum stærstir eftir eitt ár, við verðum þó örugglega markverður þátttakandi í evrópskum skoðanaskiptum.“
Notendur vefsíðunnar www.politico,eu sem verður opnuð 21. apríl greiða fyrir aðgang að hluta efnis hennar. Hinn 23. apríl hefst dreifing vikublaðsins í 25.000 til 30.00o eintökum í Brussel og á helstu samgöngumiðstöðvum álfunnar eins og í London, París og Berlín.
Harris sagði að fjárfestingin í útgáfunni næmi „umtalsverðri sjö stafa tölu“.
Ryan Hearth, fyrrverandi ráðgjafi Josés Manuels Barrosos, fyrrverandi forseta framkvæmdastjóra, og Neelie Kroes varaforseta, verður helsti ESB-fréttaritari Politico og skrifar morgunpistil um það sem efst er á baugi í Brussel þar sem ritstjórnarskrifstofurnar verða.
Matt Kaminski, ritstjóri Politico í Evrópu, segir: „Við reynum að finna þá sem vita eða skilja hvers vegna Politico fjallar á svo einstakan hátt um mál…. hið minnsta þurfum við Evrópumenn sem hafa aðgang að heimildarmönnum.“
Politico sagði frá því í september 2014 að samvinna hefði tekist við Axel Springer um sameiginlega útgáfu í Evrópu og síðan var skýrt frá því að fyrirtækin ætluðu að kaupa fjölmiðilinn European Voice í Brussel. Með því fengist „fótfesta“ fyrir evrópska stoð Politico. Í boði væri efnismiðlun á netinu bæði með ókeypis og áskriftar aðgangi auk prentmiðils.
Shéhérazade Semsar-de Boisséson, eigandi og útgefandi European Voice. starfar áfram við fyrirtækið og stjórnar viðskiptahlið þess í Evró
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...