Miðvikudagurinn 14. apríl 2021

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra


30. mars 2015 klukkan 19:29

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

Þriðjudaginn 10. mars sakaði efnahagsbrotadeild bandaríska dómsmálaráðuneytisins (FinCEN) Banca Privada Andorra (BPA), fjórða stærsta banka landsins, um peningaþvætti. Í ásökuninni sagði að „spilltir, háttsettir bankastjórnendur og veikburða kerfi gegn peningaþvætti hafa gert BPA að auðveldum vettvangi fyrir peningaþvætti þriðju aðila“.

Þrír yfirmenn innan bankans höfðu tekið við mútum fyrir að aðstoða glæpamenn frá Rússlandi, Venezúela og Kína við að láta fé sitt renna í gegnum bankakerfið í Andorra að sögn FinCEN.

Bankamenn í Andorra hafa síðan verið fangelsaðir og sett hafa verið höft á úttektir sparifjáreigenda. Stjórnvöld landsins leggja hart að sér við að sannfæra eftirlitsmenn í þúsund kílómetra fjarlægð um að skattsvikarar geti ekki leitað skjóls í þessu litla landi í dölum Pyreneafjalla á mörkum Spánar (Katalóníu) og Frakklands sem um aldir hefur notið verndar franskra og spánskra valdamanna.

Andorra er aðeins 468 ferkílómterar að stærð og er talið að þar haf búið 85.o00 manns árið 2012. Höfuðborgin er Andorra la Vella og stendur hún hæst höfuðborga í Evrópu, 1.023 m yfir sjávarborði. Móðurmál íbúanna er katalónska. Að baki ríkinu er sáttmáli frá árinu 988 e. kr. en núverandi stjórnskipan má rekja til ársins 1278, þjóðhöfðingjaembættið er skipað tveimur mönnum: Spænska rómversk kaþólska biskupnum í Urgell og Frakklandsforseta.

Andorra hefur heimild ESB og Seðlabanka evrunnar til að nota evru án þess að vera í ESB. Þessi staðreynd gengur þvert á fullyrðingar ESB-manna gagnvart íslenskum yfirvöldum um að enginn geti notað evru sem lögeyri nema ríki innan ESB. Vandi Andorramanna nú er að þar er enginn seðlabanki og þeir geta ekki prentað evrur vildu þeir fella gengið til að takast á við vandann sem að steðjar.

Stærð bankakerfisins í Andorra er 17 til 20 sinnum meiri en verg landsframleiðsla (VLF), þegar bankahrunið var hér á landi þótti miklum tíðindum sæta að bankakerfið væri 10 sinnum stærra en VLF.

Banco de Madrid, eign BPA, hefur verið lýstur gjaldþrota.

Innstæðutrygging sparifjáreigenda í Andorra er 100.000 evrur en þar sem enginn seðlabanki er að baki bankakerfinu og ríkið hefur ekki eigin mynt telja sérfræðingar óljóst hvernig unnt verður að standa við þessa tryggingu verði allsherjar bankahrun í landinu. Þá er víst að það mun smita frá sér til annarra landa.

Grípi um sig ótti meðal sparifjáreigenda geta bankarnir ekki orðið við kröfum þeirra þótt þeir ráði yfir miklu eigin fé.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

Grikkland: Einkavæðing Piraeus-hafnar endurvakin - Kínverjar líklegir kaupendur

Skömmu eftir að stjórn róttækra vinstrisinna, Syriza, tók við völdum í Grikklandi í janúar var tilkynnt að fallið hefði verið frá sölunni á meirihluta­eign gríska ríkisins í Piraeus-höfn skammt utan við Aþenu. Það félli ekki að kosninga­stefnu flokksins og sósíalískum viðhorfum að einkvæða hafnarrekstur eða opinbera starfsemi á ýmsum öðrum sviðum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS