Fimmtudagurinn 19. apríl 2018

Evru-rök ESB-aðildar hverfa


Björn Bjarnason
29. apríl 2010 klukkan 09:59

Þegar ekki var lengur hald í þeirri röksemd fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, að EES-samningurinn væri ónýtur eða þar um bil, hófst söngur aðildarsinna um hina ónýtu krónu og óhjákvæmilegt væri að ganga í Evrópusambandið til að taka upp evru.

Um nauðsyn aðildar að ESB til þess eins að fá leyfi til að taka upp evru mátti deila. Í fyrsta lagi var alls ekki ágreiningslaust, að Íslendingar yrðu betur settir með evru sem gjaldmiðil en krónu, þrátt fyrir að hún væri örmagna, vegna þess hvernig níðst hafði verið á henni til að halda þjóðarskútunni á floti. Í öðru lagi var og er alls ekki einhlítt að ganga þurfi í ESB til að taka upp evru. Ríki utan ESB hafa gert það, sum í góðu samkomulagi við ESB, önnur, án þess að refsingin hafi verið óbærileg.

Að þessu leyti gátu menn bæði deilt um hagfræðileg og lögfræðileg efni. Stofnsáttmáli ESB sýnir, að lögfræðin stendur ekki í vegi fyrir því, að um evru-samstarf sé rætt við ESB, án þess að sótt sé um aðild. Rökin fyrir því að upptaka evru krefjist ESB-aðildar eru lögfræðilega haldlaus.

Þá er það hagfræðin. Lokarök hagfræðinga, sem mæla með ESB-aðild til að krækja í evruna, hafa verið þau, að Ísland þurfi öflugri banka til þrautavara („bank of last resort“) en Seðlabanka Íslands. Krónan verði alltaf máttlítil og gagnslaus, af því að það standi ekki nógu öflugur þrautavarabanki að baki henni.

Bankahrunið sýndi víðar en hér á landi, að þetta tal um þrautavarabanka reyndist ekki annað en fræðileg tilgáta, þegar á reyndi. Fé hefur verið dælt úr ríkissjóðum hvarvetna á Vesturlöndum til að halda banka- og fjármálakerfinu á floti. Nú er svo komið, að sjálfur Seðlabanki Evrópu dugar ekki lengur sem þrautavarabanki evrunnar. Kallað hefur verið á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til bjargar og bankastjóri hans situr í Berlín um þessar mundir til að knýja á um, að þýskir skattgreiðendur verði skyldaðir til að borga með evrunni, svo að fjármálakerfið hrynji ekki.

Evru-rökin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu eru endanlega að engu orðin. Þau standast hvorki hagfræðilega né lögfræðilega gagnrýni.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS