Miđvikudagurinn 25. nóvember 2020

ESB-sjávar­útvegs­stefna mótuđ án ţátttöku Íslands


Björn Bjarnason
6. maí 2010 klukkan 09:46

Um síđustu helgi og nú í vikunni hefur veriđ efnt til mikilvćgra funda á Spáni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Fyrst hittust um tvö hundruđ fulltrúar hagsmunasamtaka, sérfrćđingar og embćttismenn til ađ bera saman bćkur sínar. Síđan var efnt til óformlegs fundar sjávarútvegsráđherra ESB-ríkjanna en ţar var einnig Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.

Fundirnir eru liđur í endurskođunarferlinu vegna sjávarútvegsstefnu ESB, sem hófst á árinu 2008. Snemma árs 2009 var gefin út grćnbók ESB, ţar sem reifuđ eru meginsjónarmiđ, sem koma til álita viđ endurskođun sjávarútvegsstefnunnar. Var skýrslan lögđ fram til umsagnar og bárust um 1.700 erindi međ ábendingum og athugasemdum. Nú hefur veriđ unninn útdráttur úr umsögnunum. Tilgangur fundanna á Spáni var ađ meta stöđuna fyrir lokaáfangann í endurskođunarferlinu, en Maria Damanaki segir, ađ ţví muni ljúka međ nýrri stefnu fyrir árslok 2011.

Í umrćđum um ađild Íslands ađ ESB hefur veriđ látiđ ađ ţví liggja, ađ viđ ţá endurskođun sjávarútvegsstefnunnar, sem nú fer fram, geti Íslendingar eitthvađ látiđ ađ sér kveđa og jafnframt haft ţau áhrif, ađ stefnan verđi löguđ ađ íslenskum hagsmunum, svo ađ ađild ađ ESB yrđi Íslendingum auđveldari.

Samkvćmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnađarráđuneytinu sátu tveir Íslendingar fund hagsmunasamtaka og sérfrćđinga í La Coruna á Spáni, ţeir Kolbeinn Árnason, formađur, og Tómas H. Heiđar, varaformađur samninganefndar Íslands viđ ESB um sjávarútvegsmál. Ţess er ađ vćnta, ađ ţeir geri alţingi og ţjóđinni allri grein fyrir mati sínu á stöđu mála eftir ţátttöku sína í fundinum í anda yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar og meirihluta utanríkismálanefndar alţingis, ađ ESB-ađlögunarferliđ eigi ađ vera opiđ og gegnsćtt.

Enginn íslenskur fulltrúi sat óformlegan ráđherrafund ESB-ríkjanna. Er ekki ađ efa, ađ í anda góđrar samvinnu hefđi ESB og spćnski sjávarútvegsráđherrann, sem var gestgjafi á fundinum, tekiđ íslenskum fulltrúa fagnandi á fundinn í Vigo. Ţátttaka af Íslands hálfu hefđi einnig veriđ í anda yfirlýsts markmiđs ríkisstjórnarinnar og meirihluta utanríkismálanefndar alţingis, ađ huga beri sérstaklega ađ gćslu íslenskra sjávarútvegshagsmuna gagnvart ESB í bráđ og lengd.

Ţegar fréttir bárust af ţví, ađ alţingi hefđi samţykkt ESB-ađildarumsókn birtist frétt í spćnska dagblađinu El Pais, ţar sem sagđi:

„Spćnski flotinn lítur á fiskimiđ ţessi (viđ Ísland) sem fjársjóđ. Diego López Garrido, Evrópumálaráđherra Spánar, tók fram á sunnudag í Brussel ađ Spánverjar “myndu hafa mikiđ ađ segja„ á međan samningaviđrćđurnar stćđu yfir til ađ koma í veg fyrir ađ fiskveiđihagsmunir ţeirra skađist á einhvern veg.“

Fréttir af óformlega ráđherrafundinum í Vigo á Spáni benda til ţess, ađ Spánverjar fylgi af miklum ţunga fram kröfu sinni um, ađ heimilt verđi ađ framselja veiđikvóta á milli ESB-ríkja. Ţetta ţjónar hagsmunum ţeirra sem mestu fiskveiđiţjóđar innan ESB og fiskveiđiflota ţeirra, sem fer ađ mati Greenpeace ránshendi um heimshöfin.

Ţađ er ekki gleđiefni, ađ spćnski flotinn líti á Íslandsmiđ sem „fjársjóđ“. Hitt er beinlínis sorglegt, ađ íslensk stjórnvöld skuli ekki hafa dug í sér til ađ halda fram málstađ ţjóđarinnar í sjávarútvegsmálum á pólitískum ESB-vettvangi. Taliđ um, ađ ríkisstjórnin ćtli ađ sjá til ţess, ađ ný sjávarútvegsstefna ESB taki eitthvert miđ ađ hagsmunum Íslands, er marklaust.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS