Það er ljóst af fréttum, sem birtust í Morgunblaðinu í morgun og á netútgáfu þess, mbl.is í gær, að forráðamenn Evrópusambandsins eru að byrja að gera sér grein fyrir því, að hér á Íslandi er enginn áhugi á aðild að Evrópusambandinu eða upptöku evru fyrir utan Samfylkinguna og hóp embættismanna í utanríkisráðuneytinu. Að því hlaut að koma að upplýsingar um þennan pólitíska veruleika næðu til ráðamanna í Brussel. Hið fjölmenna sendiráð, sem Evrópusambandið hefur opnað hér og hefur tekið til starfa hlýtur að hafa gert sér grein fyrir þessari pólitísku stöðu og gert grein fyrir henni í höfuðstöðvum ESB í Brussel.
Það er vandræðaleg staða fyrir okkur Íslendinga, að aðildarumsókn að ESB skuli hafa verið samþykkt á Alþingi með þeim hætti, sem gert var og að hún hafi leitt til þess, að 27 aðildarríki ESB hafi lagt mikla vinnu í að skoða hana, þegar öllum verður svo ljóst að hugur fylgir ekki máli. Að það er einn stjórnmálaflokkur og nokkrir embættismenn, sem hafa áhuga á aðild en aðrir ekki. Og auðvitað óviðunandi fyrir okkur að setja aðrar þjóðir í þessa stöðu.
Spurning er, hvort ekki er orðið tímabært að sá meirihluti Alþingis, sem augljóslega er til staðar fyrir því, að sækja ekki um aðild taki af skarið og geri ráðstafanir til þess að losa þjóðina út úr þessum vandræðagangi. Hvað sem öðru líður eiga þingmenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að geta talað saman og komist að niðurstöðu um, hvernig bezt sé að ljúka þeirri vegferð, sem Samfylkingin hóf fyrir tæpu ári.
Vinstri grænir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að slíkar aðgerðir af þeirra hálfu mundu leiða til stjórnarslita af þeirri ástæðu að Samfylkingin á engra kosta völ. Hún getur ekkert farið. Hún getur ekki tekið upp samstarf við aðra flokka. Hún hefur lokað sig inni. Hún er í pólitískri sjálfheldu. Það er vel hægt að skilja löngun þessara tveggja flokka, sem eiga sér rætur í sósíalískum og sósíaldemókratískum stjórnmálahreyfingum síðustu aldar að láta reyna á samstarf þeirra tveggja og hverju það getur skilað í fyrsta skipti í sögu lands og þjóðar. Þess vegna er engin ástæða til að tengja saman eðlilega afgreiðslu ESB-málsins og tilvist ríkisstjórnarinnar.
Pólitísk staða Vinstri grænna mundi gjörbreytast ef þeir stigu þetta skref. Þeir hefðu þá allt í einu hreinna borð gagnvart kjósendum sínum þótt þeir eigi að vísu eftir að sýna, að þeir geti stöðvað innrás útlendinga í orkuauðlindir þjóðarinnar. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með vesaldómi þeirra í þeim efnum.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...