Það er forvitnilegt að skoða úrslit kosninganna í fyrradag til borgarstjórnar Reykjavíkur og annarra sveitarstjórna og stöðu þeirra flokka, sem 16. júlí 2009 samþykktu á Alþingi að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Tæplega þremur mánuðum áður höfðu farið fram Alþingiskosningar. Samfylkingin hafði unnið umtalsverðan sigur, sem gerði henni kleift að knýja fram á Alþingi samþykkt fyrir umsókn. Jafnan síðan hefur verið ljóst, að raunverulegur meirihluti var ekki til staðar þá á Alþingi fyrir þeirri umsókn og er ekki fyrir hendi í dag. Það er ótrúlegt ábyrgðarleysi af alþingismönnum að greiða atkvæði í svo stóru máli gegn vilja sínum en það er önnur saga.
Nú er ljóst að sá flokkur, Samfylkingin, sem knúði fram samþykkt Alþingis 16. júlí 2009 í krafti sigurs í þingkosningum skömmu áður hefur beðið afhroð í nýafstöðum sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur skýrt fram í atkvæðatölum í Reykjavík. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fékk Samfylkingin samtals 23235 atkvæði í þingkosningunum 25. apríl 2009. Í borgarstjórnarkosningunum sl. laugardag 29. maí, 13 mánuðum seinna fékk Samfylkingin 11334 atkvæði. Hún hafði tapað nær 12 þúsund kjósendum á þessum stutta tíma, nánast 1000 kjósendum í mánuði hverjum frá þingkosningunum.
Ekki ver útkoman betri hjá Vinstri grænum, þeim flokki, sem gekk gegn eigin sannfæringu og rétti upp hönd með aðildarumsókn. Sá flokkur fékk samtals 16538 atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur 2009 en sl. laugardag fékk hann í Reykjavík 4255 atkvæði og hafði tapað 12283 atkvæðum á rúmu ári.
Samtals hafa því tæplega 24 þúsund kjósendur í Reykjavík snúið baki við þeim tveimur flokkum, sem hlut áttu að máli á Alþingi 16. júlí 2009.
Í þingkosningunum 2009 fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur samtals 15717 atkvæði. Í borgarstjórnarkosningunum nú fékk flokkurinn 20006 atkvæði og hafði því bætt við sig 4289 atkvæðum.
Þessar tölur í Reykjavík sýna stöðu Samfylkingarinnar, sem forystuflokks þeirra, sem berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu í hnotskurn en þær endurspegla heildarúrslit kosninganna að verulegu leyti. Þær sýna, að Samfylkingin er trausti rúin. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins viðurkenndi það að sumu leyti um helgina en alveg ljóst að hún fer ekki ótilneydd frá völdum. Vill greinilega frekar verða flæmd úr stjórnarráðinu af verkalýðshreyfingunni eins og nú blasir við að muni gerast.
Nú stefnir í að ráðherraráð Evrópusambandsins ákveði 17. júní n.k. á þjóðhátíðardegi Íslendinga að taka upp viðræður við Ísland um aðild að ESB. Þær viðræður eiga þá að hefjast á grundvelli aðildarumsóknar, sem náð var fram eins og að framan var lýst en enginn meirihluti er fyrir. Þeim verður stýrt af Íslands hálfu af fulltrúa flokks, sem fékk útreið í kosningum sl. laugardag.
Þetta er auðvitað algerlega óviðunandi staða í lýðræðisríki. Í ljósi hennar eiga þeir þingmenn á Alþingi, hvar í flokki, sem þeir standa að láta á það reyna fyrir 17. júní, hvort sá þingmeirihluti, sem er andvígur aðildarumsókn er tilbúinn til þess að stíga fram og láta í sér heyra. Kannski hefur liðið ár sýnt þeim þingmönnum Vinstri grænna sem við sögu komu að það leiðir ekki til fylgisaukningar í stjórnmálum að snúast gegn sannfæringu sinni.
Meirihluti Alþingis getur ekki látið minnihluta Alþingis, sem hefur ekkert bakland, sem máli skiptir í samfélaginu í þessu máli komast upp með að fara sínu fram, hvað sem á gengur.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...