Laugardagurinn 25. janúar 2020

Ađildarumsókn á röngum tíma


Björn Bjarnason
12. ágúst 2010 klukkan 10:33

Fréttir af efnahagsţróun í Bandaríkjunum vekja ekki bjartsýni um, ađ betur muni ára í alţjóđlegu efnahagslífi á komandi vikum og misserum. Bandaríska hagkerfiđ hćgir meira á sér en spáđ var. Kínverjar halda ađ sér höndum. Í Evrópu keppast ríkisstjórnir viđ ađ ná tökum á fjármálum sínum međ niđurskurđi. Innan evru-svćđisins er ţađ sett sem algjört skilyrđi fyrir ţví, ađ björgunarsjóđur evrunnar verđi opnađur til ađstođar einhverri ţjóđ, ađ stjórnvöld hennar sanni, ađ allt hafi veriđ gert á heimavelli til ađ ná tökum á stjórn opinberra fjármála.

Ţrátt fyrir alţjóđavćđingu og hve samtenging viđskiptalífsins er mikil yfir landamćri og án tillits til stjórnkerfa í einstökum ríkjum, er augljóst, ađ skylda ríkisstjórna er fyrst og síđast ađ gćta hagsmuna ţeirra, sem veita henni umbođ, kjósenda viđkomandi lands.

Ţótt Bandaríkjamenn vilji kenna alţjóđlegri framvindu um vaxandi efnahagsvanda sinn og Barack Obama segi niđurskurđ ríkisútgjalda í Evrópu af hinu illa, beinist gagnrýni heima fyrir ađ sjálfsögđu fyrst og síđast á forsetanum. Hann á í vök ađ verjast og ţví er spáđ, ađ flokksmenn hans, demókratar, njóti lítils fylgis í komandi ţingkosningum í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnmál verđa enn innhverfari en áđur á komandi vikum.

Rússar eiga mikiđ undir sölu á korni til útlanda, enda hinir ţriđju stćrstu á heimsmarkađi međ hveiti. Kornbirgđir í landinu eru taldar nćgar til óbreytts útflutnings í ár, ţrátt fyrir uppskerubrest vegna hita og skógarelda. Engu ađ síđur tók Vladimir Putin, forsćtisráđherra Rússlands, skyndiákvörđun á dögunum um ađ banna allan frekari kornútflutning frá Rússlandi í ár. Međ ţessu vildi hann tryggja, ađ hćkkun hveitiverđs á heimsmarkađi hefđi ekki áhrif á rússneskum heimamarkađi, Rússar gćtu setiđ ađ sínu án áhrifa frá öđrum.

Ţýskir stjórnmálamenn hafa til ţessa litiđ ţannig á, ađ ţeim mun virkari sem Ţjóđverjar vćru viđ mótun og stjórn mála innan Evrópusambandsins, ţví betur vegnađi Ţýskalandi. Ţá vćri virk ađild ađ ESB einnig besta leiđin til ađ eyđa gamalgróinni tortryggni nágrannaţjóđa í garđ Ţjóđverja. Ţetta viđhorf hefur einnig notiđ víđtćks stuđnings međal kjósenda. Nú telja ţýskir álitsgjafar og stjórnmálarýnendur, ađ viđhorf Ţjóđverja sé ađ breytast. Ţeir vilji fyrst huga ađ eigin hag og stöđu, áđur en seilst sé dýpra í skattavasa ţeirra til ađ standa undir kostnađi viđ ađ bjarga Grikkjum, Spánverjum eđa hverri annarri evru-ţjóđ, sem lendir í fjármálahremmingum.

Innan Evrópusambandsins togast á tvö sjónarmiđ um, hvernig brugđist skuli viđ ađsteđjandi vá og vanda, ţví ađ allir eru sammála um, ađ hafi ađeins rofađ til núna, sé um svikalogn fyrir nýjan fjármálastorm ađ rćđa. Međ öllu sé enn óvíst, hvort takist ađ bjarga Grikkjum og Spánverjum frá ţjóđargjaldţroti. Sjónarmiđin innan ESB eru gamalkunn: annars vegar eru ţeir, sem telja aukinn samruna, sambandsríki í stađ ríkjasambands, bestu leiđina, hins vegar ţeir, sem telja, ađ hinn mikli samruni, sem orđiđ hefur til ţessa, sé ađeins til ógagns. Ţađ takist aldrei ađ stilla saman strengi Ţjóđverja og fátćkari ţjóđa á ţann veg, ađ samhljómur verđi. Sannist ţađ best međ athugun á núverandi vanda og spennu á evru svćđinu.

Hér heima fyrir er öllum ljóst, ađ íslensk stjórnmál eru í uppnámi. Ríkisstjórnin er á síđasta snúning. Efnahags- og viđskiptaráđherra hennar er stađinn ađ ósannindum en nýtur engu ađ síđur trausts forsćtisráđherra, sem hefur skorast undan ađ taka ađ sér forystu í efnahagsmálum. Djúpstćđur ágreiningur er milli stjórnarflokkanna um úrrćđi í atvinnumálum, ríkisfjármálum, utanríkismálum og ESB-málum.

Ógćfa ríkisstjórnar Íslands og ţess ţingmeirihluta, sem ađ baki henni stendur, birtist hvađ skýrast út á viđ í illa ígrundađri umsókn hennar um ađild ađ ESB, sem nýtur einskis stuđnings međal ţjóđarinnar. Ţađ eitt ađ draga umsóknina til baka eđa leggja hana til hliđar mundi auka trú á ríkisstjórninni inn á viđ og út á viđ. Ađ telja sér trú um, ađ skynsamlegast sé ađ velja ţennan tíma núna til ađ efna til ađlögunarviđrćđna viđ ESB er fráleitt, bćđi af hálfu ESB og ríkisstjórnar Íslands.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS