Laugardagurinn 16. janúar 2021

Valdahlutföllin í heiminum eru að breytast


Styrmir Gunnarsson
16. ágúst 2010 klukkan 09:17

Valdahlutföllin í heiminum eru að breytast. Auknu fjárhagslegu bolmagni fylgir aukið vald og gildir þá einu, hvort horft er til samkeppni risaveldanna eða yfirtöku fjármálageirans á Íslandi á fyrstu árum nýrrar aldar á raunverulegum yfirráðum í krafti gífurlegrar lántöku og þess peningaflóðs, sem af henni leiddi.

Valdið á heimsvísu var alla 20. öldina í höndum vestrænna ríkja, framan af í höndum hinna gömlu nýlenduvelda í Evrópu en seinni hluta aldarainnar í höndum Bandaríkjamanna. Nú er þetta vald að færast yfir til Asíu að verulegu leyti. Kína er orðið annað mesta efnahagsveldi heims en Japan er í þriðja sæti. Nú er því spáð að Kínverjar nái Bandaríkjamönnum á næstu 20 árum og verði mesta efnahagsveldi heims eftir að komið er fram yfir 2030.

Kína, Japan, Singapore, Indland og fleiri ríki í Asíu eru að rísa upp. Þar er hagvöxtur mestur. Þar eru nýir markaðir að opnast og smátt og smátt færist þungamiðja fjármálavelda heims til þessara ríkja.

Þessi þróun er líkleg til að auka samstarf vestrænna ríkja á næstu árum og þá sérstaklega samstarf Bandaríkjanna og Evrópusambandsríkjanna. Raunar eru þegar raddir um það í Þýzkalandi að ástæða sé til af þessum sökum að Vesturlönd leggi meiri áherzlu á náið samstarf við Rússland á öllum sviðum, þar sem Rússar í þessu samhengi hljóti að teljast til menningarsvæðis vestrænna ríkja. Fyrir nokkrum mánuðum lögðu nokkrir áhrifamenn í Þýzkalandi til að Rússlandi yrði boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu og ein röksemd þeirra var sú, að í austri væru að rísa ný efnahagsveldi, sem mundu láta til sín taka með ýmsum hætti.

Þegar horft er á hinar stóru línur í heimsmyndinni eins og þær eru að þróast verður ljóst, að sú kenning að við Íslendingar eigum heima í Evrópu fremur en annars staðar á hinu vestræna menningarsvæði tekur mið af fortíð en ekki nútíð og framtíð. Evrópa er hluti af vestrænu menningarsvæði beggja vegna Atlantshafs og ekki er hægt að greina á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Eina spurningin er sú, hvort þetta svæði á eftir að stækka með nánari samskiptum Bandaríkjanna og Mexikó og ríkjanna á meginlandi Evrópu og Rússlands.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS