Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Ungum jafnaðarmönnum sigað á Jón Bjarnason


Björn Bjarnason
25. ágúst 2010 klukkan 07:43

Á tíma menningarbyltingarinnar í Kína fyrir tæpri hálfri öld beitti Maó, formaður, einræðisherra í nafni kommúnista, þeirri aðferð að senda ungt fólk, rauðliða, á vettvang til að úthrópa þá, sem hann vildi, að hyrfu af vettvangi. Beittu rauðliðarnir niðurlægjandi aðferðum gegn fórnarlömbunum og tóku sum þeirra af lífi í þágu málstaðarins.

ESB-aðildarsinnar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar beita nú svipaðri aðferð til að ýta Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, út í ystu myrkur fyrir það eitt, að hann efast um réttmæti þeirra aðferða, sem beitt er við að koma þjóðinni inn í ESB.

Śtefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði á blaðamannafundinum í Brussel 27. júlí sl., þegar hann minnti Össur á, að engar varanlegar undanþágur yrðu veittar frá sjávarútvegsreglum ESB, að hann hefði heimilað miklar fjárveitingar til að laga íslenska stjórnsýslu að kröfum ESB samhliða því, sem peningum yrði veitt til uppfræðslu og áróðurs á Íslandi.

Þegar ráðuneytisstjóri Jóhönnu Sigurðardóttur sendir minnisblað frá forsætisráðherra um, hvernig brugðist skuli við fyrirmælunum frá Füle við ráðstöfun ESB-fjármunanna, bregst Jón Bjarnason við þeim frá sjónarhóli síns ráðuneytis. Við það umturnast Jóhanna og Össur. Þau ráðast á Jón og gefa rauðliðum sínum veiðileyfi gegn honum, eins og sést af ályktun ungra jafnaðarmanna, sem birtist síðdegis. Þar segir:

„Ungir Jafnaðarmenn bregðast ókvæða við þeim hvatvísu ummælum Jóns Bjarnasonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra þess efnis að íslensk stjórnvöld segi ósatt frá því hvernig samningaferli við Evrópusambandið sé háttað og að ríkisstjórninni beri að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka.

Ítrekuð dæmi eru til um að Jón Bjarnason sé ófær um að starfa jafnfætis ríkisstjórninni og beinlínis þvert á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna, þá má nefna andstöðu hans við uppstokkun innan stjórnarráðsins og tregleika við eflingu nýliðunar og samkeppni í landbúnaðargeiranum. Í ljósi þess krefjast Ungir jafnaðarmenn tafarlausrar afsagnar Jóns Bjarnasonar af stóli landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.“

Rauðu varðliðarnir voru aldrei krafðir sannanna, þegar þeir brugðust „ókvæða við“ á sínum tíma. Sagan hefur hins vegar leitt í ljós, að þeir létu stjórnast af blindu ofstæki án virðingar fyrir staðreyndum. Hið sama má segja um efni þessarar ályktunar Ungra jafnaðarmanna. Hún einkennist af ofstæki og virðingarleysi fyrir skoðunum, sem falla ekki að sjónarmiðum ESB-aðildarsinna undir forystu Jóhönnu og Össurar. Helst kysu Ungir jafnaðarmenn, að Jón Bjarnason yrði settur upp á vagn og dreginn um götur og torg til að sem flestir gætu gert aðsúg að honum undir þeirra stjórn. Þeir vilja hrekja hann úr ráðherraembætti með góðu eða illu.

Aðför ESB-aðildarsinna undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar að Jóni Bjarnasyni er ekki aðeins skref þeirra til að bola honum úr ríkisstjórninni. Hún er einnig áminning til allra innan stjórnarráðsins um að sitja og standa í ESB-aðildarmálinu eins og Jóhönnu og Össuri er þóknanlegt. Hinum reiðu, rauðu, ungu jafnaðarmönnum má siga á fleiri en Jón Bjarnason.

Sérkennilegasta hlið þessa máls er langlundargeð vinstri-grænna gagnvart Samfylkingunni, þegar ráðist er að einum ráðherra þeirra á þennan veg. Bandalag þeirra Árna Þórs Sigurðssonar og Steingríms J. Sigfússonar við Samfylkinguna um að koma Íslandi í ESB er þeim meira virði en gæta stöðu eigin flokksbróður. Þeir fórnuðu Ögmundi Jónassyni vegna Icesave-málsins og búa sig nú undir að fórna Jóni Bjarnasyni í þágu ESB.

Völdin eru Steingrími J. Sigfússyni kærari en virðing eigin flokks. Málefnin skipta hann engu mál, það er löngu vitað..

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS