Vinstri grænir gengu til kosninga í apríl 2009 sem harðir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Afstaða þeirra var svo skýr og ákveðin, að ljóst er að töluverður hópur kjósenda, sem að jafnaði hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningum greiddi Vinstri grænum atkvæði í kosningunum vorið 2009 vegna þess, að þeir treystu VG betur til að standa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu heldur en Sjálfstæðisflokknum. Misvísandi umræður innan Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrunsins áttu þátt í því að andstæðingar ESB-aðildar treystu Sjálfstæðisflokknum ekki fyllilega til þess að standa fast gegn aðild.
Á fundi, sem haldinn var á vegum Samfylkingarinnar sl. laugardag skýrði Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í ráðherratíð þeirrar síðarnefndu frá því, að í ársbyrjun 2009 hefðu þeir, sem tóku þátt í gerð stjórnarsáttmála vinstri stjórnarinnar, sem tók við af ríkisstjórn Geirs H. Haarde, verið komnir nálægt því að semja um, að Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, yrði aðalsamningamaður Íslands í viðræðum við Evrópusambandið. Af því varð ekki en þetta hafi verið ástæðan fyrir því, að Svavar tók í þess stað við Icesave-samningunum.
Orð Kristrúnar Heimisdóttur verða ekki skilin á annan veg en þann, að þá þegar, í ársbyrjun 2009, hafi verið komið á samkomulag á milli Samfylkingar og Vinstri grænna um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu næðu þessir tveir flokkar þingstyrk til þess að knýja slíka umsókn fram. Þótt mörgum kunni að þykja langsótt sú hugmynd að Svavar Gestsson yrði aðalsamningamaður Íslands í viðræðum við Evrópusambandið er hugmyndin skiljanleg af hálfu Vinstri grænna, sem þá hefðu talið sig hafa meiri stjórn á atburðarásinni.
Af því varð ekki sem er önnur saga. Kjarni málsins er hins vegar sá, að fari Kristrún með rétt mál, sem ekki verður dregið í efa fyrr en annað kemur í ljós, hafa Vinstri grænir gengið til kosninga í apríl 2009 undir fölsku flaggi. Á sama tíma og þeir sömdu að tjaldabaki við Samfylkingu og löngu fyrr en hingað til hefur verið talið um aðildarumsókn Íslands héldu þeir því fram í kosninbgabaráttunni að þeir væru algerlega andvígir aðild og fengu stuðning margra kjósenda út á þá afstöðu, sem þá var talin eindregin. Yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar í síðasta umræðuþætti í sjónvarpi fyrir kosningar voru svo skýrar að margir áttu erfitt með að skilja hvernig Vinstri grænir gætu yfirleitt gengið til samstarfs við Samfylkingu að kosningum loknum um að sækja um aðild í ljósi fyrri yfirlýsingu.
Hvaða skoðun, sem menn kunna að hafa á ESB-málinu er ljóst að alla þætti þessa máls verður að upplýsa. Það verður að liggja ljóst fyrir, hvort upplýsingar Kristrúnar Heimnisdóttur eru réttar en í því felst að forysta Vinstri grænna hefur haldið uppi svívirðilegum blekkingum í kosningabaráttunni 2009.
Reynist upplýsingar Kristrúnar rangar þarf hún að gera grein fyrir hvers vegna hún ber slíkar upplýsingar á borð fyrir flokksfélaga sína.
Þriðji möguleikinn er auðvitað sá, að Vísir.is, sem flutti fyrstu fréttir af fundi Samfylkingar sl. laugardag hafi ekki farið rétt með ummæli Kristrúnar. Hafi svo verið verður það líka að koma fram.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...