Þjóðin býr við átakanlegt forystuleysi. Það hefur lengi verið ljóst en verður æ augljósara. Kannski kemur þetta skýrast fram í grein Einars Más Guðmundssonar, rithöfundar, í Sunnudagsmogganum um helgina en þar segir hann m.a.:
„Steingrímur J. er eins og skipstjóri í stórmynd, bjargvættur, en því miður glatast öll félagshyggja, öll velferðarhyggja og vinstristefna á leiðinni, því skipstjórinn ætlar að bjarga öllu einn og vill ekki hafa neinn nálægt sér. Sérstaklega ekki samherja sína. Sérstaklega ekki almenning.“
Það er eftirtektarvert, að Einar Már nefnir forsætisráðherrann ekki á nafn, rétt eins og Jóhanna Sigurðardóttir sé ekki til í því embætti. Það segir einhverja sögu og Einar Már er áreiðanlega ekki einn um það að finna, að úr forsætisráðuneytinu kemur engin forysta.
Einar Már lítur svo á, að Steingrímur J. sé skipstjórinn og það er áreiðanlega mikið til í því mati. En það er erfitt að vera skipstjóri, þegar einhver annar stendur við stýrið. Það þýðir, að Steingrímur J. kemst ekki að en er samt alltaf að reyna að grípa í stýrið og taka fram fyrir hendur Jóhönnu. Það er hvorki hægt að aka bíl eða sigla skipi með þeim hætti, hvað þá þjóðarskútu.
Mesti vandi þjóðarinnar um þessar mundir er forystuleysi. Það er enginn forystumaður á vettvangi, sem er að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum, sem hún hefur ratað í. Enginn við stýrið, sem er að sigla skútunni í gegnum brimskaflinn. Og þá er nánast víst að illa fer.
Þess vegna er allt upp í loft. Í landsdómsmálinu. Í Icesave. Í ESB. Og framundan meiriháttar átök um niðurskurð ríkisútgjalda og meiri háttar átök á vinnumarkaði.
Það er tími til kominn að forystumenn flokkanna setjist niður, beri saman ráð sín og kanni, hvort forsendur séu fyrir því að leita nýrra leiða út úr þessu öngþveiti.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...