Laugardagurinn 27. febrúar 2021

Vinstri grænir eiga eina útleið eftir


Styrmir Gunnarsson
15. september 2010 klukkan 10:12

Vinstri grænir eru í vanda staddir. Þeir eru að tapa trúverðugleika sínum gagnvart kjósendum af því að þeir bera kápuna á báðum öxlum í grundvallarmálum eins og ESB og Icesave. Þó eiga þeir sér smávon, ef þá einhver kjarkur er eftir á annað borð í þeirra herbúðum.

Nú eru á leiðinni frá Brussel fjórir milljarðar króna, sem á að nota til þess að greiða fyrir inngöngu Íslands í ESB. Hins vegar vill svo til að til þess að Brussel geti reitt þessa fjóra milljarða fram þarf að koma mótframlag frá Íslandi upp á einn milljarð króna.

Eftir tvær vikur verður lagt fram á Alþingi fjárlagafrumvarp fyrir árið 2011. Annað hvort verður gert ráð fyrir þessum milljarði þar eða hann birtist á borðum þingmanna í meðförum þingsins.

Kjarninn í fjárlagafrumvarpinu verða hins vegar tillögur um tugmilljarða niðurskurð á ríkisútgjöldum og þá fyrst og fremst til velferðarmála, heilbrigðiskerfis, skólakerfis, almannatryggingakerfis o.sv. frv.

Ætla Vinstri Grænir að samþykkja þann niðurskurð en greiða á sama tíma atkvæði með milljarðinum á móti fjórum milljörðum frá Brussel?

Með því að neita að samþykkja milljarðinn koma þeir í veg fyrir að fjórir milljarðar streymi til Íslands frá Brussel, sem einhver í þeirra hjópi hefur kallað mútufé.

Ef Vinstri grænir hafa ekki dug í sér til þess að hafna þessum milljarði hafa þeir ekki dug í sér til neins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS