Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Hvernig skýrir Össur vanda Íra?


Styrmir Gunnarsson
24. september 2010 klukkan 09:47

Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp evru sem gjaldmiðil þögn uðu um skeið sl. vor, þegar í ljós kom að evran og aðild að ESB hafði ekki komið í veg fyrir að Grikkland lenti í svo stórfelldum efnahagsvanda að ríkið hefði orðið gjaldþrota ef ekki hefði komið til sameiginleg aðstoð frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Fram að þeim tíma hafði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra haldið því fram, að ekkert hrun hefði orðið á Íslandi ef við hefðum verið aðilar að ESB. Hann þagnaði um skeið en hóf að gefa þessar yfirlýsingar á ný um miðjan júní erlendum blaðamönnum til mikillar undrunar.

Nú er annað aðildarríki Evrópusambandsins og evrusvæðisins á sömu leið og Grikkland, þ.e. Írland. Sá er þó munur á að Írland er að falla tveimur árum eftir að fjármálakreppan skall á. Fyrstu viðbrögð Íra við þeirri kreppu voru talin til fyrirmyndar. Þeir lýstu yfir ríkisábyrgð á írska bankakerfinu, lækkuðu laun opinberra starfsmanna um 13% og fóru í víðtækar aðahaldsaðgerðir að öðru leyti. Írum var hrósað innan ESB og talið að önnur ríki ættu að fylgja fordæmi þeirra.

Nú er svo komið, að þrátt fyrir að gera allt, sem þeim var sagt að gera eru Írar í stórfelldum vandræðum. Írska bankakerfið riðar til falls. Fjárlagahallinn æðir upp úr öllu valdi , hefur staðið í 12% og stefnir í 25% og þar er enginn hagvöxtur tveimur árum eftir að fjármálakreppan skall á heldur samdráttur í landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Og meira að segja! Í nýrri írskri skýrslu um bankakerfið þar í landi er sérstaklega að því vikið, að Íslendingum hafi tekizt betur að fást við vandamál íslenzku bankanna heldur en Írum að takast á við vanda sinna banka!

Í hnotskurn: Aðild Írlands að ESB og evrunni hefur ekki komið í veg fyrir að Írar hafa lent í svo stórfelldum vandamálum, að skuldatryggingaálagið á þrjá banka á Írlandi er að nálgast það sem það var á íslenzku bankana skömmu fyrir hrun þeirra.

Hvernig ætli Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands útskýri þessi vandamál Íra? Hvernig ætli hann komi heim og saman þeim málflutningi sínum á erlendri grund, að aðild að ESB og evrunni hefði komið í veg fyrir hrunið á Íslandi þegar hið sama er að gerast í evrulandinu Írlandi?

Össur getur það að sjálfsögðu ekki. Vandi Íra er enn ein staðfesting á því, að við Íslendingar erum betur komnir utan ESB en innan.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS