Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Viljum við afhenda Brussel yfirráð yfir fjárlögum íslenzka ríkisins?


Styrmir Gunnarsson
1. október 2010 klukkan 10:18

Evrópusambandið tekur miklum og örum breytingum eins og eðlilegt er. Stöðnun skilar engu. Hins vegar er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að gera okkur grein fyrir í hverju þessar breytingar eru fólgnar og þá alveg sérstaklega nú þegar aðildarumsókn Íslands liggur fyrir í Brussel – illu heilli.

Ein þeirra grundvallarbreytinga, sem eru að verða á Evrópusambandinu er að miðstýring eykst stöðugt. Þessa dagana standa yfir miklar umræður í höfuðstöðvum ESB og í aðildarríkjum þess um tillögur, sem fela í sér að Brussel fær miklu meira vald yfir fjárlögum einstakra aðildarríkja. Nákvæmar tillögur um þetta mál voru lagðar fram í fyrradag en þær hafa verið til umræðu undanfarna mánuði. Krísan í Grikklandi opnaði endanlega augu ráðamanna í Brussel fyrir því, að það gengur ekki að hafa sameiginlegan gjaldmiðil ef ekki er sameiginleg stjórn á fjármálum einstakra aðildarríkja.

Þess vegna hafa nú verið gerðar tillögur um að sjálfkrafa refsiaðgerðir fara í gang ef aðildarríki fer yfir 3% hallarekstur á fjárlögum og ef skuldir viðkomandi ríkis verða hærri en sem nemur 60% af vergri landsframleiðslu. Þungar sektir verða sjálfkrafa lagðar á aðildarríkin og það þarf sérstaka atkvæðagreiðslu með auknum meirihluta til þess að afnema þær sektir.

Nú þegar hefur athygli verið vakin á því, að sameiginleg yfirstjórn á fjárlagagerð hefði dugað Írum skammt í þeim hremmingum, sem þeir standa nú frammi fyrir, vegna þess að vandi þeirra er ekki tilkominn vegna óstjórnar á fjármálum ríkisins heldur vegna glannaskapar bankajöfra og annarra í einkageiranum.

En það sem að okkur Íslendinum snýr er einfaldlega þetta: Erum við tilbúnir til að afhenda Brussel úrslitavald um það hvernig við ráðstöfum peningum úr sameiginlegum sjóði okkar - ríkissjóði? Sumir munu segja: er það ekki bara gott. Aðrir mundu segja: það er uppgjöf.

Væru Akureyringar eða Ísfirðingar tilbúnir til að afhenda embættismönnum í Reykjavík úrslitavald um það hvernig þeir ráðstafa útsvarstekjum sínum?

Staðreyndin er sú, að með þeim breytingum, sem eru að verða á Evrópusambandinu afsölum við ekki bara yfirráðum okkar yfir auðlindum sjávarins til embættismanna í Brussel. Við afhendum þeim nánast alla stjórn okkar mála.

Vilja Íslendingar það?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS