Föstudagurinn 15. janúar 2021

Utanríkis­ráðuneytið traðkar á rétti landbúnaðar­ráðherra


Björn Bjarnason
30. nóvember 2010 klukkan 10:09

Þegar vitað er um andstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við ESB-aðlögunarviðræðunar er forkastanlegt að embættismenn í utanríkisráðuneytinu ætli að taka sér fyrir hendur að ræða við ESB um landbúnaðarmál. Embættismenn landbúnaðarráðuneytisins hafa ekkert umboð frá ráðherra sínum og eru þess vegna marklausir í viðræðunum.

Hér á Evrópuvaktinni var 29. nóvember sagt frá mikilli reiði meðal forystumanna Bændasamtaka Íslands (BÍ) vegna ummæla Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra og formanns viðræðunefndar Íslands við ESB, um að afstaða „bænda geti skaðað samningsstöðu Íslands“ eins og sagði á vefsíðunni visir.is 29. nóvember.

Á þennan hátt vill Stefán Haukur reyna að breiða yfir djúpstæðan ágreining sem er innan ríkisstjórnarinnar um ESB-aðildarviðræðurnar. Staðreyndin er sú, að Jón Bjarnason, sem ber stjórnskipulega ábyrgð á landbúnaðarmálum gagnvart ESB, vill ekki leggja neitt af mörkum til ESB-viðræðnanna. Hann er einfaldlega andvígur þeim.

Með orðum sínum veldur Stefán Haukur Jóhannesson tvíþættu tjóni:

  • Í fyrsta lagi hefur hann forystumenn BÍ fyrir rangri sök og ýtir enn frekar undir andstöðu þeirra við að hafa afskipti af ESB-málum undir forystu hans og utanríkisráðuneytisins.
  • Í öðru lagi leitast hann við að blekkja viðmælendur sína hjá ESB. Hann vill láta gagnvart þeim eins og vandi hans í landbúnaðarmálum stafi af tregðu innan BÍ, þegar um hitt er að ræða, að viðkomandi íslenskur ráðherra vill ekkert að málinu koma. Viðræðunefndina skortir því hið stjórnskipulega umboð.

Utanríkisráðuneytið er staðið að margþættri blekkingarstarfsemi í kappsemi sinni við að troða Íslandi inn í Evrópusambandið. Hér bætist enn eitt dæmið í það safn.

Forystumenn Bændasamtaka Íslands hafa skýrt afstöðu sína. Þeir vilja ekki taka þátt í þessum blekkingarleik undir forystu utanríkisráðuneytisins. Vegna þess sæta þeir ómaklegum árásum af hálfu formanns viðræðunefndar Íslands.

Viðræðum við Evrópusambandið um íslensk landbúnaðarmál hlýtur að vera sjálfhætt, ef sá ráðherra á Íslandi, sem ber stjórnskipulega ábyrgð á málaflokknum, vill ekki að málið sé rætt. Bændasamtök Íslands koma aldrei í stað landbúnaðarráðherra, þótt Stefán Haukur Jóhannesson, formaður viðræðunefndar Íslands við ESB, sýnist álíta það.

Spyrja má: Telja embættismenn utanríkisráðuneytisins sér ekki skylt að fara að íslenskum stjórnskipunarlögum ? Telja þeir yfirþjóðlegt vald ESB þegar komið til sögunnar? Í skjóli þess geti þeir farið sínu fram og traðkað á þeirri verkaskiptingu sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá og stjórnlögum Íslands?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS