Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Á ţröngsýni og ein­stefna ađ ráđa í Háskóla Íslands?


Styrmir Gunnarsson
17. desember 2010 klukkan 09:13

Ţađ er ađ sjálfsögđu ekkert ađ ţví ađ Alţjóđamálastofnun Háskóla Íslands standi fyrir umrćđum um málefni Íslands og Evrópusambandsins. Ţađ er eđlilegt ađ ţau séu rćdd á vettvangi Háskóla Íslands og raunar annarra háskóla í landinu. Öllum öđrum fremur eiga háskólar ađ vera vettvangur opinna og frjálsra umrćđna. Ţannig verđa nýjar hugmyndir til og háskólar eiga ađ vera uppspretta nýrra hugmynda. Ţađ eru líka beztu háskólar í heimi og lykillinn ađ ţeim mikla árangri, sem ţeir hafa náđ.

Ţađ sem er hins vegar athugavert er, ef einstakar háskólastofnanir standa fyrir einhliđa umrćđum um málefni í stađinn fyrir opnum umrćđum. Alţjóđamálastofnun Háskóla Íslands situr föst í ţví feni. Hún stendur fyrir umrćđum um Ísland og ESB en ţćr eru einhliđa og raunar óskiljanlegt ađ ţeir sem ađ stofnuninni standa skuli láta ţađ óátaliđ. Ţađ er líka óskiljanlegt ađ yfirvöld Háskóla Íslands láti ţessa misnotkun á nafni háskólans afskiptalausa. Ţađ er markmiđ Háskóla Íslands ađ verđa einn af 100 beztu háskólum heims. Ţađ verđur aldrei ef Háskóli Íslands verđur vettvangur einhliđa umrćđna um málefni í stađinn fyrir ađ vera vettvangur opinna, frjálsra og örvandi umrćđna.

Í dag segir Morgunblađiđ frá ţví, ađ Alţjóđamálastofnun Háskóla Íslands sé einn ţeirra ađila, sem vilji taka ađ sér ađ reka kynningarstarfsemi fyrir Evrópusambandiđ og ţá m.a. ţćr upplýsingamiđstöđvar, sem ćtlunin er ađ reka í Reykjavík og á Akureyri. Hinar fyrirhuguđu upplýsingamiđstöđvar eru ađ sjálfsögđu áróđursmiđstöđvar. Hvers vegna halda menn ađ Evrópusambandiđ sé ađ eyđa í ţettta peningum?

Ţađ er međ ólíkindum og ţví miđur Háskóla Íslands til skammar.

Misnotkun á nafni Háskóla Íslands í ţágu baráttunnar fyrir ađild Íslands ađ Evrópusambandinu er komin á ţađ stig, ađ yfirvöld Háskóla Íslands geta ekki lengur ţagađ. Háskólinn er stofnun sem er fjármögnuđ međ fé allra skattgreiđenda á Íslandi. Stór hluti ţeirra skattgreiđenda er andvígur ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Eiga ţeir međ skattfé sínu ađ fjármagna baráttuna fyrir ađild?!

Innan Háskóla Íslands hljóta menn ađ staldra viđ og hugsa sinn gang hvar í flokki sem ţeir standa. Međ ţessu háttalagi er veriđ ađ eyđileggja ţađ traust sem byggt hefur veriđ upp á bráđum hundrađ árum. Ţađ er ekkert vit í ţví fyrir Háskóla Íslands sem stofnun ađ láta sem ekkert sé. Ţessa misnotkun á nafni Háskólans verđur einfaldlega ađ stöđva. Ţađ er ţessari merku menntastofnun ekki til framdráttar ađ taka ađ sér áróđursstarfsemi fyrir Evrópusambandiđ á Íslandi.

Viđ eigum sem ţjóđ ađ veita Háskóla Íslands ţann stuđning, sem skólinn ţarf til ţess ađ ná ţví marki ađ verđa talinn einn af beztu háskólum í heimi. Viđ getum náđ ţví marki ţótt viđ séum fá og smá. En ţá verđa vindar frjálsra og opinna umrćđna ađ blása um Háskóla Íslands. Ekki ţröngsýni og einstefna áróđursmanna.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfrćđingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins. Hann hóf störf sem blađamađur á Morgunblađinu 1965 og varđ ađstođarritstjóri 1971. Áriđ 1972 varđ Styrmir ritstjóri Morgunblađsins, en hann lét af ţví starfi áriđ 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS