Það er að sjálfsögðu ekkert að því að Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standi fyrir umræðum um málefni Íslands og Evrópusambandsins. Það er eðlilegt að þau séu rædd á vettvangi Háskóla Íslands og raunar annarra háskóla í landinu. Öllum öðrum fremur eiga háskólar að vera vettvangur opinna og frjálsra umræðna. Þannig verða nýjar hugmyndir til og háskólar eiga að vera uppspretta nýrra hugmynda. Það eru líka beztu háskólar í heimi og lykillinn að þeim mikla árangri, sem þeir hafa náð.
Það sem er hins vegar athugavert er, ef einstakar háskólastofnanir standa fyrir einhliða umræðum um málefni í staðinn fyrir opnum umræðum. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands situr föst í því feni. Hún stendur fyrir umræðum um Ísland og ESB en þær eru einhliða og raunar óskiljanlegt að þeir sem að stofnuninni standa skuli láta það óátalið. Það er líka óskiljanlegt að yfirvöld Háskóla Íslands láti þessa misnotkun á nafni háskólans afskiptalausa. Það er markmið Háskóla Íslands að verða einn af 100 beztu háskólum heims. Það verður aldrei ef Háskóli Íslands verður vettvangur einhliða umræðna um málefni í staðinn fyrir að vera vettvangur opinna, frjálsra og örvandi umræðna.
Í dag segir Morgunblaðið frá því, að Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands sé einn þeirra aðila, sem vilji taka að sér að reka kynningarstarfsemi fyrir Evrópusambandið og þá m.a. þær upplýsingamiðstöðvar, sem ætlunin er að reka í Reykjavík og á Akureyri. Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þettta peningum?
Það er með ólíkindum og því miður Háskóla Íslands til skammar.
Misnotkun á nafni Háskóla Íslands í þágu baráttunnar fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu er komin á það stig, að yfirvöld Háskóla Íslands geta ekki lengur þagað. Háskólinn er stofnun sem er fjármögnuð með fé allra skattgreiðenda á Íslandi. Stór hluti þeirra skattgreiðenda er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Eiga þeir með skattfé sínu að fjármagna baráttuna fyrir aðild?!
Innan Háskóla Íslands hljóta menn að staldra við og hugsa sinn gang hvar í flokki sem þeir standa. Með þessu háttalagi er verið að eyðileggja það traust sem byggt hefur verið upp á bráðum hundrað árum. Það er ekkert vit í því fyrir Háskóla Íslands sem stofnun að láta sem ekkert sé. Þessa misnotkun á nafni Háskólans verður einfaldlega að stöðva. Það er þessari merku menntastofnun ekki til framdráttar að taka að sér áróðursstarfsemi fyrir Evrópusambandið á Íslandi.
Við eigum sem þjóð að veita Háskóla Íslands þann stuðning, sem skólinn þarf til þess að ná því marki að verða talinn einn af beztu háskólum í heimi. Við getum náð því marki þótt við séum fá og smá. En þá verða vindar frjálsra og opinna umræðna að blása um Háskóla Íslands. Ekki þröngsýni og einstefna áróðursmanna.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...