Laugardagurinn 26. september 2020

ESB-ţrá­hyggjan stendur umrćđu um gjaldmiđil fyrir ţrifum


Björn Bjarnason
28. desember 2010 klukkan 10:21

Árni Páll Árnason, efnahags- og viđskiptaráđherra, reyndi ađ blása nýju lífi í ESB-ađildarstefnu ríkisstjórnarinnar međ grein í Fréttablađinu mánudaginn 27. desember, ţar sem hann sagđi tvo kosti fyrir hendi í peningamálum: ađ viđhalda gjaldeyrishöftum til varnar krónunni eđa ganga í ESB og taka upp evru. Jafnframt bođađi ráđherrann til víđtćks samráđs um nýja peningamálastefnu.

Úr ţví ađ ráđherrann velur ţá leiđ, í sömu andrá og hann bođar menn til samráđs, ađ setja ţeim tvo kosti, sem í raun eru afarkostir, eru engar líkur á ţví ađ samráđiđ skili árangri. Athyglisvert er, eins og bent er á í frétt hér á síđunni í dag, ađ hvorki Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, né Vilhjálmur Egilsson, framkvćmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, víkja ađ ESB-ađild og upptöku evru í viđbrögđum sínum viđ grein Árna Páls.

Dćmin um ađ ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur hafi mistekist áform sín um samráđ eru of mörg til ađ ástćđa sé til ađ binda miklar vonir viđ nýjasta útspil Árna Páls um samráđ. Um leiđ og ţetta er sagt skal áréttuđ sú skođun ađ óhjákvćmilegt sé ađ ná víđtćkri sátt um gjaldmiđilsmálin. Alltof lengi hefur veriđ látiđ reka á reiđanum í ţví efni.

Hiđ dapurlega er ađ sumir talsmenn ESB-ađildar telja málstađ sínum til framdráttar ađ niđurlćging krónunnar verđi sem mest. Ţar međ fái ţeir sterkara vopn í hendur til ađ knýja á um ESB-ađild um leiđ og ráđist er gegn ţeim sem benda á ađ ađild ađ ESB er hvorki skilyrđi til einhliđa upptöku evru né annars gjaldmiđils, dollars, norskrar krónu eđa kanadísks dollars svo ađ dćmi séu nefnd.

Hiđ beina og óbeina tjón sem ţráhyggjan um nauđsyn ţess ađ Íslendingar gangi í Evrópusambandiđ hefur valdiđ er sérstakt íhugunar- og rannsóknarefni. Ţráhyggjan hefur til dćmis leitt umrćđur um krónuna í öngstrćti eins og sést af grein Árna Páls. Hann telur sig ţó hafa sérfrćđinga og stjórnendur Seđlabanka Íslands á bakviđ stefnu sína um gjaldeyrishöftin eđa inngöngu í ESB.

Verđi gengiđ til samráđs um framtíđargjaldmiđil okkar Íslendinga má alls ekki einblína á tvo kosti Árna Páls. Allir kostir hljóta ađ koma til skođunar. ESB-ţráhyggjan verđur ađ víkja.

Raunir evru-ríkjanna um ţessar mundir sýna ađ skynsamlegt er ađ stíga varlega til jarđar í gjaldmiđilsmálum. Ţeirri skođun vex fylgi víđa ađ hin sameiginlega mynt standi á brauđfótum, stjórntćki skorti til ađ skapa henni styrk. Samţykkt leiđtoga evru-ríkjanna um varanlegan stöđugleikasjóđ evrunni til stuđnings verđur marklítil sé fjárlaga- og efnahagsvald ţjóđţinga og ríkisstjórna evru-landanna ekki minnkađ. Treysta stjórnmálamenn sér til ađ berjast fyrir slíkri skerđingu fullveldis? Ţađ skal dregiđ í efa. Framtíđ evrunnar er mikilli óvissu háđ og andstađa viđ hana eykst dag frá degi í mesta efnahagsveldi ESB, Ţýskalandi.

Undir forystu efnahags- og viđskiptaráđherra á Íslandi sem sér ekki ađrar framtíđarlausnir í gjaldmiđilsmálum en krónu í gjaldeyrishöftum eđa evru međ ESB-ađild nćst ekki nein víđtćk sátt um peningamálastefnu. Ráđherrann verđur ađ hverfa frá afarkostum sínum sé honum alvara međ tillögunni um víđtćkt samráđ.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Bólgan vex en hjađnar samt

Nú mćla hagvísar okkur ţađ ađ atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt ađ verđbólgan fćrist í aukana. Ţađ er rétt ađ atvinnuleysiđ er ađ aukast og er ţađ í takt viđ ađra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Ţađ er hinsvegar rangt ađ verđbólgan sé ađ vaxa.

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS