Ætli Evrópusambandið og þingmenn á Evrópuþinginu hafi áhuga á að fá upplýsingar um hvernig línur liggja á Íslandi í umræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu? Ætla mætti að þessir aðilar teldu sér til framdráttar að fá sæmilega skýra mynd af þeim viðhorfum, sem hér eru uppi. Varla telja þessir aðilar hyggilegt að kynnast einungis annarri hlið málsins? Að fá bara upplýsingar um sjónarmið og viðhorf þeirra, sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið og hvernig þeir upplifa umræður á Íslandi.
Sl. fimmtudag var haldinn fundur á vegum utanríkismálanefndar Evrópuþingsins um Ísland og Evrópusambandið. Þar mættu þrír fulltrúar fyrir Íslands hönd. Baldur Þórhallsson, prófessor, Alyson Bailes, gestaprófessor og samstarfsmaður Baldurs Þórhallssonar í Háskóla Íslands og Nikulás Hannigan, sem starfar í sendiráði Íslands hjá Evrópusambandinu.
Nú er auðvitað ljóst, að Baldur Þórhallsson er í fremstu röð þeirra, sem mæla með inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hann er frjáls af sínum skoðunum og ekkert við það að athuga að hann lýsi þeim. Hið eina, sem athugavert er við störf Baldurs í þágu aðildarumsóknar Íslands er ef hann misnotar aðstöðu sína í Háskóla Íslands til framdráttar sínum sjónarmiðum. Þekking Alyson Bailes á alþjóðamálum verður ekki dregin í efa, þótt hins vegar veki erindi hennar á umræddum fundi upp spurningar um þekkingu gestaprófessorsins á íslenzkum stjórnmálum, eins og að hefur verið vikið hér á Evrópuvaktinni. Hinn útsendi embættismaður íslenzkra stjórnvalda í Brussel lýsir að sjálfsögðu sjónarmiðum þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr.
Þótt Baldur Þórhallsson hafi leitazt við að gera grein fyrir ólíkum sjónarmiðum á Íslandi gerði hann það auðvitað frá sínu sjónarhorni, frá sjónarmiði þess, sem vill að Ísland gangi í ESB. Lýsing hans á andstæðum skoðunum litast auðvitað af því og ekki við öðru að búast.
Af framangreindu er ljóst að fundarmenn á umræddum fundi höfðu enga möguleika á að fá rétta mynd af umræðum um þetta mál hér á Íslandi. Það er í raun og veru óskiljanlegt að þeir, sem væntanlega eru hlynntir frjálsum umræðum og skoðanaskiptum á milli fólks, eins og ætla verður að þingmenn á Evrópuþinginu séu, hafi ekki áhuga á nema öðru sjónarmiðinu í þeim umræðum, sem fram fara hér á Íslandi. Ætli fundarmenn hafi haft einhverja hugmynd um hversu einsleitur sá hópur var, sem við þá var að tala frá Íslandi? Ætli þeir hafi vitað að þeir voru að hlusta á eina rödd en ekki tvær eða fleiri? Það skal dregið í efa.
Hvernig ætli fyrirlesarar á svona fund séu valdir? Er það sendiráð Íslands hjá ESB, sem gerir tillögur um þessa fyrirlesara? Er það utanríkisráðuneytið hér? Eða er það kannski sendiráð Evrópusambandsins á Íslandi.
Væntanlega er það einhver af þeim aðilum, sem hér hafa verið nefndir til sögunnar. Í raun og veru gildir einu hver þessara aðila á hlut að máli. Það sem skiptir máli er að þeir sem fyrir þessu vali standa eru staðnir að því að gefa þingmönnum á Evrópuþinginu ranga og skekkta mynd af umræðum á Íslandi.
Það tilvik, sem hér hefur verið gert að umtalsefni um upplýsingagjöf gagnvart Evrópusambandinu og Evrópuþinginu er vísbending um að þeir, sem berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu þurfi að auka umsvif sín gagnvart báðum þessum aðilum. Hvorki utanríkisráðuneytinu, sendiráði Ísland hjá ESB eða Háskóla Íslands er treystandi fyrir þeirri upplýsingamiðlun.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...