Eftir bankahrunið haustið 2008 kváðu margir sér hljóðs um nauðsyn þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Á þann veg yrði best stuðlað að því að Íslendingar næðu sér á strik. Hávær krafa var gerð á hendur stjórnmálamönnum að þeir mótuðu samningsmarkmið gagnvart ESB. Samfylkingin hafði raunar haft það á stefnuskrá sinni um nokkurt skeið að móta þessi samningsmarkmið.
Til marks um þennan áhuga á því að þjóðin setti sér þessi markmið má nefna ályktun Viðskiptaráðs frá því skömmu fyrir jól 2008. Þar sagði:
„Því mælist stjórn Viðskiptaráðs Íslands til þess að þegar í stað verði skilgreind samningsmarkmið og að sótt verði um aðild að ESB í kjölfarið. Þannig verði kostir aðildar kannaðir um leið og sérstökum íslenskum hagsmunum, einkum þeim sem lúta að nýtingu og stjórnun auðlinda, verður skilyrðislaust haldið til haga.“
Hér á Evrópuvaktinni var í gær sagt frá fundi sem Stefán Haukur Jóhannesson, formaður viðræðunefndar Íslands við ESB, átti á dögunum með kúabændum á Suðurlandi. Fréttin hófst á þessum orðum:
„Lokið er rýnivinnu á 14 köflum af 33 í viðræðum um ESB-aðild Íslands, næsti áfangi í viðræðunum er að semja rýniskýrslur og á því stigi er ætlunin að íslensk stjórnvöld setji sér samningsviðmið og síðan hefjast viðræður um efnisatriði málsins, líklega árið 2012 að sögn Stefáns Hauks Jóhannessonar, formanns viðræðunefndar Íslands.“
Þessi orð Stefáns Hauks leiða enn í ljós á hve fölskum forsendum staðið var að því gagnvart þjóðinni að leiða hana og alþingi inn í það ferli sem hófst 16. júlí 2009. Þeir sem vildu hefja aðildarviðræðurnar við ESB komu sér í raun aldrei að því, hvorki Viðskiptaráð, Samfylking né aðrir að móta samningsmarkmiðin.
Þegar alþingi samþykkti aðildarumsóknina lagði meirihluti utanríkismálanefndar alþingis fram álit sem að verulegu leyti var samið af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og þeir nota nú sem leiðarvísi í aðlögunarferlinu í vissu þess að Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, muni aldrei túlka neitt í álitinu á annan veg en þann sem fellur að aðildarmarkmiðinu.
Formaður íslensku viðræðunefndarinnar segir réttilega 31. janúar 2011 að ekki hafi verið samin nein samningsviðmið af Íslands hálfu og hann boðar að það verði ekki gert fyrr en árið 2012.
Spyrja má: Hverjir eiga að semja þessi samningsviðmið? Verður það í höndum ríkisstjórnar sem er klofin í málinu? Steingrímur J. Sigfússon sagði á alþingi 10. júlí 2009 á lokastigi umræðna um aðildarumsóknina:
„Við áskiljum okkur ekki bara rétt til þess að leggjast gegn samningsniðurstöðu, verði hún sú sem við teljum mörg hver líklegt, þ.e. að hún breyti litlu um það mat sem uppi hefur verið um hvað það þýði fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Við áskiljum okkur líka rétt til þess á hverju stigi málsins sem er að leggja það til að samningaviðræðum verði hætt og það á Alþingi líka að gera.“
Hvernig væri að Steingrímur J. beitti sér fyrir því að skýra fyrir þjóðinni hvaða viðmið eru að baki þessum orðum hans? Hve lengi ætlar hann að láta soga Ísland án stefnuviðmiða inn í aðlögunarvél ESB?
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...