Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands stóðst prófið og reyndist samkvæmur sjálfum sér. Þess vegna fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave III. Þannig á það líka að vera. Eftir að málið var komið til þjóðarinnar í eitt skipti hlaut niðurstaðan að verða sú, að hún hefði hið endanlega orð um nýjan samning, sem gerður var í stað þess, sem þjóðin hafnaði.
Það er rétt, sem fram kemur í leiðara Morgunblaðsins í dag, að með ákvörðun forsetans um að staðfesta fjölmiðlalögin ekki árið 2004 var stjórnskipunarhefð brotin og drög lögð að nýrri. Það breytir hins vegar ekki því grundvallarsjónarmiði, sem fram kom í umræðum þá að breyta verður stjórnarskrárákvæði um það hvenær til þjóðaratkvæðagreiðslu komi. Þá voru mjög skiptar skoðanir um það, hvort tilefni væri til slíkra breytinga. Nú má telja víst að almenn pólitísk samstaða sé að verða um að skipa þeim málum á annan veg. Þá voru vinstri flokkarnir þeirrar skoðunar að sjálfsagt væri að forsetinn beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar. Nú hafa skoðanir þeirra breytzt.
En jafnframt má telja líklegt að þróun Icesave-mála hér verði til þess að ýta undir beint lýðræði, sem taki við verkefnum fulltrúalýðræðis í veigameiri málum. Það er eðlileg og heilbrigð þróun. Almennir borgarar eru nú jafn vel menntaðir og jafn vel upplýstir og hinir kjörnu fulltrúar og eru fullfærir um að taka slíkar ákvarðanir. Í samfélagi okkar Íslendinga, þar sem skoðanir eru mjög skiptar eru þjóðaratkvæðagreiðslur líka góð aðferð til þess að setja niður deilur. Það deilir enginn við þann dómara, sem meirihlutavilji þjóðarinnar er.
Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa verið ákafir talsmenn þess að Íslendingar borgi skuldir einkafyrirtækis út í löndum. Ástæðan er sú, að þeir hafa talið sér trú um, að vaxandi andstaða hér heima fyrir gegn aðild eigi rætur að rekja til Icesave-deilunnar. Þeir hafa verið reiðubúnir til þess að leggja miklar og þungar byrðar á þjóðina til að hrinda þeirri hindrun úr vegi aðildar, sem þeir telja Icesave hafa verið.
Þetta er örugglega mikið vanmat á viðhorfi þjóðarinnar til þessara tveggja mála. Andstaðan við að borga Icesave-skuld gamla Landsbankans er skýr og skiljanleg. Fólk skilur ekki hvers vegna það ætti að borga skuldir óviðkomandi aðila, sem íslenzka ríkið hefur ekki skuldbundið sig til að greiða.
Andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu á sér dýpri rætur. Fólki er ljóst, að aðild þýðir að formlegt vald yfir auðlindum Íslands færist til Brussel. Það er alveg sama í hvers konar æfingar samninganefndin og ríkisstjórnin fer með það mál. Hið formlega vald verður að lokum í Brussel.
Jafnframt er fólki smátt og smátt að verða ljóst að Evrópusambandið er að breytast í Bandaríki Evrópu og að Ísland yrði eins og lítill hreppur í því ríkjabandalag og hefði engin raunveruleg áhrif af þeirri einföldu ástæðu, að 320 þúsund einstaklingar í 500 milljóna mannhafi skipta engu máli, hvorki efnahagslega eða á annan veg.
Þess vegna er það misskilningur hjá stuðningsmönnum aðildar að Evrópusambandinu, að lausn Icesave-deilunnar sé forsenda fyrir því að almenningsálitið hér breytist í garð ESB. Þeir verða að leggja á sig að taka þátt í umræðum um efnisatriði þess máls. Auglýsingar með myndum af fallegu fólki og loforðum um lægra vöruverð koma ekki í staðinn fyrir þær rökræður.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...