Laugardagurinn 28. maí 2022

Við erum í sama bát og evrópskur almenningur gagnvart fjármálafyrirtækjum


Styrmir Gunnarsson
2. mars 2011 klukkan 10:54

Í aðildarríkjum Evrópusambandsins er grunntónninn í umræðum um fjármálakreppuna, sem skall á á árunum 2007 og 2008 sá, að það sé rangt að almenningur borgi afleiðingar af mistökum fjármálafyrirtækjanna.

Í Þýzkalandi kemur þetta viðhorf fram í því, að víðtæk andstaða er við að þýzkir skattgreiðendur hlaupi undir bagga með öðrum aðildarríkjum evrusvæðisins í erfiðleikum þeirra. Flokkarnir, sem eiga aðild að ríkisstjórn Merkel, kanslara, hafa sent frá sér skýrslu, sem þrengir mjög það svigrúm, sem kanslarinn hefur haft í viðræðum við önnur evruríki um aðstoð við þau. Þýzkir prófessorar ganga hart að þýzka þinginu um að ganga ekki of langt. Kristilegir demókratar biðu afhroð í kosningum á Hamborgarsvæðinu fyrir skömmu og framundan eru aðrar svæðisbundnar kosningar, sem Angela Merkel verður að hafa í huga í umræðum um aðstoð við einstök evruríki.

Í Bretlandi birtist þetta viðhorf m.a. í málflutningi Merwyn King, Englandsbankastjóra frammi fyrir brezkri þingnefnd í gær. Hann sagði að sökin á fjármálakreppunni væri fjármálafyrirtækjanna sjálfra og kvað eðlilegt að fólk, sem missti vinnuna af þeim sökum eða hefði átt fyrirtæki, sem hefðu orðið gjaldþrota yrði reitt og hefði uppi mótmæli. Hann kvaðst hissa á því að reiði fólks væri ekki enn meiri en fram hefði komið. Og hann sagði að hverfa yrði frá þeirri stefnu að bjarga yrði bönkum hvað sem það kostaði. Þess í stað yrðu menn að vera tilbúnir til að láta banka fara á hausinn.

Fjölmörg fleiri dæmi mætti nefna um það sama.

Í ljósi þessara umræðna í ESB-ríkjunum og þar á meðal í Bretlandi er athyglisvert að hér á Íslandi skuli þeir, sem kallast mega „máttarstólpar“ þjóðfélagsins tala á allt annan veg. Hér hefur þvert á móti frá miðju ári 2009 verið lögð áherzla á að almenningur hlyti að borga skuldir, sem einkafyrirtæki hafði stofnað til í Bretlandi og Hollandi, þe.a.s. þann hluta skuldanna, sem þrotabú einkafyrirtækisins getur ekki greitt sjálft.

Fyrst var því haldið fram, að þjóðin hefði skuldbundið sig með alþjóðlegum samningum til þess að greiða þær skuldir. Þegar í ljós kom, að ekki var hægt að halda því fram með nokkrum haldbærum rökum var sagt, að nauðsynlegt væri að almenningur borgaði til þess að Íslendingar ættu athvarf í samfélagi þjóðanna.

Í ljósi þess hvernig umræður eru á meðal annarra þjóða um þessi mál og þar á meðal í Bretlandi sjálfu er erfitt að skilja með hvaða rökum þær sömu þjóðir mundu úthýsa okkur á þessum forsendum.

Kjarni þessa máls kemur auðvitað fram í því, sem sagt er við Íra af hálfu ESB og Seðlabanka Evrópu, þegar þeir lýsa þeirri skoðun, að lánardrottnar bankanna eigi að sitja uppi með töp bankanna. Þá er sagt við Íra að það megi ekki gerast vegna þess, að slík aðgerð mundi geta smitað út frá sér til Þýzkalands og Frakklands og eyðileggja evruna en helztu lánardrottnar írsku bankanna eru m.a. þýzkir og franskir bankar, sem þá sætu uppi með mikil töp.

Almenningur í öðrum Evrópulöndum er sömu skoðunar og almenningur hér, að skattgreiðendur eigi ekki að greiða töp einkafyrirtækja. Við Íslendingar eigum að skipa okkur í sveit með þeim almenningi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS