Þjóðaratkvæðagreiðslur reyna mjög á stjórnmálamenn, sérstaklega ef þeir tapa þeim. Þetta sannast á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tapað hefur tveimur slíkum atkvæðagreiðslum um sama málið, Icesave, en lætur samt eins og hún hafi umboð þjóðarinnar til að vinna að lausn þess. Sú afstaða gengur þvert á alla skynsemi og er aðeins enn eitt dæmið um dómgreindarskort forsætisráðherra og ráðherra hennar.
Þá er fráleitt Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, komist átölulaust upp með að tala um „varnasigur“ í RÚV vegna þeirrar niðurstöðu Moody´s um að lækka ekki lánshæfismat Íslands eftir að þjóðin hafnaði lögum Steingríms. Eru fréttamenn RÚV með gullfiskaminni þegar hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar vegna Icesave er annars vegar?
Þótt ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi fram á síðasta dag kosningabaráttunnar milli já- og nei-manna haldið því fram að nei-leiðin mundi kalla hinar mestu hörmungar yfir þjóðina og forsætisráðherra hafi lýst úrslitunum á þann veg að um pólitískt stórslys hafi verið að ræða, heldur þetta sama fólk áfram að ráðskast með Icesave-málið eins og ekkert hafi í skorist. Fallnir ráðherrar tala við erlenda viðmælendur eins og þeir séu enn trúverðugir málsvarar Íslands. Þeim sé þar að auki best treystandi til þess að svara Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og skýra málstað Íslands með lögfræðilegum rökum, sem hafa þeir hafa áður hafnað.
Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins studdi ríkisstjórnina í Icesave III málinu. Þau mistök valda þingflokknum erfiðleikum við að gagnrýna hina röngu Icesave-stefnu ríkisstjórnarinnar. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stöðu flokksins í viðtali við Viðskiptablaðið 20. apríl. Ólöf viðurkennir að þorri sjálfstæðismanna hafði aðra skoðun en forystan í þjóðaratkvæðagreiðslunni og segir: „Þetta er ekki í fyrsta eða síðasta skipti sem ágreiningur er um einstök mál [innan flokksins] enda margoft verið þurft að gera málamiðlanir þegar flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn.“ Þarna er ólíku saman að jafna, málamiðlun til að halda saman ríkisstjórn eða málamiðlun stjórnarandstöðu og stjórnarflokka.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins þurfa sterkari rök en þessi til að skýra afstöðu sína í Icesave III. Í stað þess að skipa sér í vörn vegna málstaðar sem hefur verið hafnað eiga forystumennirnir að krefjast þess að Icesave-málið verði tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn á einnig að leggja til á alþingi að forræði Icesave-málsins verði tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar, úr því að flokknum tókst ekki að knýja fram samþykkt vantrausts og þingrofs.
Alþingi á að að fela sérfræðingum sem færðu rök gegn Icesave III að reka málið gagnvart ESA. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er óhæf til að gæta hagsmuna Íslendinga í Icesave-málinu.
Í fyrrnefnu viðtali við Viðskiptablaðið lýsir Ólöf Nordal þeirri skoðun, að Ísland „standi betur að vígi utan ESB en innan þess“. Hún hafnar því að afstaða sín byggist á einangrunarhyggju. Ríkisstjórnin ætti fremur að huga að stöðu Íslands sem sjálfstæðs ríkis á norðurslóðum en ESB.
Um leið og þessari afstöðu varaformanns Sjálfstæðisflokksins er fagnað er skorað á þingflokk sjálfstæðismanna að beita sér fyrir því að bæði ESB-málið og Icesave-málið verði tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar, úr því að ekki tekst að ýta ríkisstjórninni til hliðar.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...