Icesave er frá og aðilar vinnumarkaðar hafa gert kjarasamninga, sem lítið vit er í en ríkisstjórnin fagnar. Nú er kominn tími til að Alþingi snúi sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, sem þingið samþykkti fyrir tæpum tveimur árum og ræði stöðu viðræðna og umsóknarinnar. Ríkisstjórnin mun ekki hafa frumkvæði að því en eðlilegt er að þeir flokkar á Alþingi og einstakir þingmenn, sem andvígir eru aðildarumsókninni hafi frumkvæði að slíkum umræðum.
Tvennt þarf að gerast:
Í fyrsta lagi þarf utanríkisráðherra að gefa þinginu skýrslu um stöðu viðræðna áður en þingið fer í sumarleyfi. Í þeim umræðum þarf að leiða fram hvort viðræðurnar eru komnar að þeim mörkum, að nauðsynlegt sé fyrir samninganefndina að fá endurnýjað umboð frá Alþingi. Ganga má út frá því sem vísu, að innan samninganefndarinnar séu einstaklingar, sem ekki eru tilbúnir til þess að halda þessari vegferð áfram nema það umboð sé óumdeilt.
Í öðru lagi þurfa þingmenn að gera kröfu til þess að öll gögn og allar upplýsingar um viðræðurnar og samskipti við Evrópusambandið vegna þeirra verði birt opinberlega. Það eru engin rök til fyrir því, að eitthvað af þessum gögnum eigi að vera trúnaðarmál. Þvert á móti. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins vakti athygli á þessu í umræðum á Alþingi sl. þriðjudag og hvatti til þess að öll gögn kæmu fram. Full ástæða er til að aðrir þingmenn taki undir þá kröfu.
Í ljósi þeirra ummæla formanns þingflokks Samfylkingarinnar í umræðunum sl. þriðjudag að um væri að ræða opnasta og gagnsæjasta ferli, sem þekktist í samskiptum Evrópusambandsins við umsóknarríki verður að ganga út frá því sem vísu að ekki muni standa á utanríkisráðherra Samfylkingarinnar að birta öll slík gögn.
Andstæðingar aðildar hafa farið sér hægt á vettvangi Alþingis og ýmislegt bendir til þess að þeir hafi ekki verið nægilega vakandi fyrir því, sem er að gerast í því ferli, sem í gangi er. Sameiginlegi þingmannanefndarfundurinn, sem hér var haldinn í síðustu viku er skýrt dæmi um það.
Þingmenn hljóta að gæta virðingar Alþingis Íslendinga. Það er fyrir neðan allar hellur að þeir láti bjóða sér að rétta upp hendi með texta, sem saminn er í Brussel.
Nú er kominn tími til að andstæðingar aðildar á Alþingi bretti upp ermar og taki til hendi. Nú er ekki lengur hægt að halda því fram, að önnur mál þvælist fyrir eins og Icesave-málið. Þess vegna er eðlilegt að nú verði þáttaskil og að andstaðan gegn aðildarviðræðunum, sem hefur verið öflug utan þings verði það ekki síður innan Alþingis.
Trúnaðarmenn og stuðningsmenn þeirra flokka, sem hafa þá yfirlýstu stefnu að berjast gegn aðild að Evrópusambandinu fylgjast með því, hvernig þingmenn þeirra fylgja þeirri afstöðu eftir á Alþingi. Það á ekki sízt við um Sjálfstæðisflokkinn en eins og menn muna tók landsfundurinn sjálfur af skarið fyrir tæpu ári og samþykkti afstöðu til ESB-aðildar, sem er svo skýr að ekki verður um deilt.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...