Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Ögmundur „opnar faðminn“ í útlendingamálum – ætlar hann úr Schengen?


10. maí 2011 klukkan 06:50

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, boðar nýjar reglur um móttöku útlendinga hér á landi. Hann sagði í Kastljósi að kvöldi mánudags 9. maí: „Við viljum opna faðminn.“ Horfið yrði frá „lagahyggju og vinnumarkaðshyggju“ og mál einstaklinga yrðu afgreidd með tilliti til mannúðar og félagslegra sjónarmiða.

Þegar Þóra Arnórsdóttir gekk á ráðherrann og spurði hvernig hann ætlaði að standa að þeim nýmælum sem hann boðaði, svaraði hann að þetta væri „flókinn veruleiki“ en auðvelda yrði góðu og heiðvirðu fólki að „flýja dapran heim“.

Íslenska útlendingalöggjöfin tekur mið af þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu og samkvæmt Schengen-samkomulaginu. EES-reglurnar mæla fyrir um frjálsa för þeirra sem búa á svæðinu og í skjóli þeirra hefðu menn frelsi til að setjast að á Íslandi þótt um glæpsamlegan tilgang væri að ræða. Schengen-samstarfið afnemur vegabréfaskyldu á ferðum inni aðildarríkjanna 25.

Í Schengen-reglunum felst skylda til að gæta ytri landamæra hins vegabréfalausa svæðis á samræmdan hátt. Deila Frakka og Ítala vegna flóttamanna frá Norður-Afríku á rætur að rekja til þeirra réttinda sem ítölsk stjórnvöld veita þessum flóttamönnum.

Ábyrgð á afgreiðslu hælisleitenda inn á Schengen-svæðið er lögð á stjórnvöld þess ríkis, þar sem þeir koma fyrst inn á svæðið. Vegna hins mikla fjölda fólks sem hefur leitað hælis í Grikklandi hefur afgreiðslukerfið þar hrunið.

Eitt er að hætta að endursenda fólk til Grikklands eins íslensk og ýmis önnur stjórnvöld hafa ákveðið að gera. Annað er að ætla upp á sitt eindæmi að breyta efnisreglum um réttarstöðu hælisleitenda eins og Ögmundur boðar.

Hælisleitendur á Íslandi hafa áður dvalist lengri eða skemmri tíma í öðru EES- og Schengen-landi. Þeim hefur hins vegar ekki tekist að sanna fyrir stjórnvöldum þess eða þeirra ríkja réttmæti óska sinna um hælisvist.

Ef Ögmundur Jónasson og meirihlutinn að baki ríkisstjórninni á alþingi ætlar að kollvarpa útlendingalögunum og „opna faðminn“, hlýtur sú spurning að vakna hvort í því felist yfirlýsing um að yfirgefa Schengen-samstarfið og hætta að eiga samleið með öðrum þjóðum um afgreiðslu á málum þeirra útlendinga sem eru utan EES-svæðisins.

Ákvörðun um úrsögn úr Schengen til að opna landið á þann veg sem innanríkisráðherra lýsir er stórt skref fyrir hvaða ríkisstjórn sem er en þó sérstaklega fyrir ríkisstjórn sem hefur aðild að Evrópusambandinu á dagskrá sinni. Í öllum umsögnum stofnana ESB um aðildarumsókn Íslands hefur það verið talið aðildinni til sérstakra tekna að Ísland sé þátttakandi í Schengen-samstarfinu.

Hitt er síðan annað mál að sjónarmið Ögmundar Jónassonar í innflytjendamálum hefur leitt til pólitískrar spennu í mörgum nágrannalöndum Íslands. Þar hafa ríkisstjórnir hert reglur undanfarin misseri í stað þess að „opna faðminn“. Hinn kaldi veruleiki þessa máls er ekki flókinn þegar öllu er á botninn hvolft: Hver glufa sem opnuð er kallar á ný, viðkvæm og vandasöm úrlausnarefni fyrir stjórnvöld. Þanþoli hins almenna borgara eru einnig takmörk sett.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS