Blekkingarleikur utanríkisráðuneytisins í kringum ESB-aðildarumsóknina er á því stigi að ekki hefur áður þekkst annað eins innan stjórnsýslunnar. Birtist þetta í stóru sem smáu. Á alþingi fóru mánudaginn 15. maí fram umræður um skýrslu utanríkisráðherra. Ræða ráðherrans bar með sér að hann forðast að ræða hagsmunamál Íslands í ljósi þróunar innan ESB á þeim misserum sem liðin eru frá því að alþingi samþykkti aðildarumsóknina.
Enginn sem fylgist með framvindu mála innan ESB kemst hjá því að sjá að miklar breytingar hafa orðið á samstarfi ríkjanna undanfarna mánuði og stefnir í enn meiri á komandi mánuðum ætli ráðamenn sambandsins að ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér. Þá er vaxandi spenna innan aðildarríkjanna vegna óánægju almennings. Fólki blöskrar að þurfa að taka á sig ábyrgð til bjargar evrunni vegna vandræða utan eigin landamæra. Ásókn flóttamanna frá Norður-Afríku hefur kveikt að nýju umræður um útlendingamál sem alls staðar eru pólitískt eldfim.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerði enga tilraun til að leggja mat á þessa þróun í ræðu sinni eða skýrslu. Þess í stað bar málflutningur hans merki firringarinnar sem setur svip sinn á allt ESB-aðildarferlið undir forystu ráðherrans. Þar er forðast að segja nokkurn hlut á svo skýran hátt að skiljanlegt sé öðrum en þeim sem vanir eru að lesa á milli línanna í skýrslum embættismanna.
Í skýrslunni sem fylgdi ræðu Össurar neyðist utanríkisráðuneytið loks til að viðurkenna opinberlega að það stendur frammi fyrir því sem það kallar viðmið (benchmark á ensku) af hálfu ESB. Þess sé krafist samkvæmt reglum ESB sem ráðuneytið hefur samþykkt að umsóknarríki uppfylli þessi viðmið á viðræðustigi við ESB og hafi fulltrúar ESB heimild til að neita að ræða kafla sem hafi verið „opnaðir“ nema umsóknarríkið sýni fyrst að það standi við viðmiðin.
Vegna þessara reglna ESB hefur verið bent á það hér á þessum stað um margra mánaða skeið að rangt sé að tala um aðildarviðræður, rétta sé að kalla þetta aðlögunarviðræður, því að ESB geri kröfu um aðlögun áður en viðræðum ljúki. Hér verður ekki eytt rými til að rifja upp öll stóryrðin sem hafa fallið um að rangt sé að kenna viðræðurnar við aðlögun, ekkert slíkt sé á döfinni.
Í skýrslu ráðherrans má enn sjá viðleitni embættismanna hans eða jafnvel hans sjálfs til þeirrar blekkingar að annað gildi um aðlögun Íslands en Króatíu. Ekki skal dregið í efa að aðlögunarkröfur til Króata séu meiri en til Íslendinga. Það breytir hins vegar engu um þá staðreynd að aðlögunar er krafist af Íslendingum, þvert á blekkingartal utanríkisráðherra um annað.
Undir forystu Össurar Skarphéðinssonar hefur verið mörkuð sú stefna í ESB-málinu að ekkert skuli sagt af opinberri hálfu annað en það sem hann telur falla að markmiði sínu um ESB-aðild. Þess vegna var ræða hans um utanríkismál á alþingi 15. maí einskis virði í ljósi þess sem í raun er að gerast í málefnum Evrópusambandsins. Þá sannaði hún einnig hve skammt utanríkisráðuneytið telur sér fært að ganga til að upplýsa almenning um hið sanna eðli viðræðnanna við ESB og viðmiðanna af hálfu Evrópusambandsins. Eitt er víst að Íslendingar svífa ekki á rósrauðu skýi Össurar átakalaust í faðm Brusselvaldsins.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...