Mánudagurinn 27. júní 2022

Árni Páll flytur blekkingarræður í Brussel


Björn Bjarnason
19. maí 2011 klukkan 06:53

Hér var í gær, 18. maí vakin athygli á því að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefði flutt tvær ræður í Brussel í vikunni til að kynna stöðu Íslands og málstað. Ræður ráðerrans hafa ekki verið birtar í heild en í endursögn efnahags- og viðskiptaráðuneytisins er þetta meðal annars haft eftir ráðherranum:

„Hrunið á Íslandi hefði sýnt varnarleysi ríkja sem tækju fullan þátt á innri markaði Evrópu án þess að búa að sterkum gjaldmiðli og aga og aðhaldi sameiginlegra stofnana ESB. Aðild Íslands að ESB myndi skapa nauðsynlegan ramma til að Ísland gæti keppt af krafti á innri markaðnum til frambúðar.“

Þegar þessi orð hins íslenska ráðherra eru skoðuð í ljósi þess sem gerst hefur á innri markaði Evrópu frá því að íslenska bankakerfið hrundi hljóta þau að hafa vakið undrun áheyrenda hans. Hvernig getur nokkur og þá allra helst efnahags- og viðskiptaráðherra haldið því fram að smáríki á innri markaði Evrópu hafi sterkar varnir í ríkisfjármálum eða í þágu bankakerfisins?

Þrjú lítil evru-ríki: Grikkland, Írland og Portúgal hafa verið sett í spennutreyju af öðrum evru-ríkjum og þjóðir þeirra eru þrautpíndar til að efnahagsvandi þeirra verði ekki til þess að grafa undan evrunni. Í öllum þessum ríkjum hefur orðið hrun ekki síður en á Íslandi. Að halda því fram að þau séu betur sett innan evru-svæðisins en Ísland utan þess er argasta blekking.

Ef fyrir ráðherranum hefði vakið að skýra málstað Íslands í ljósi samstarfs þess við ESB hefði hann átt að kynna efni bréfsins sem hann hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna Icesave-málsins, þar sem gerð er grein fyrir brotalöminni í ESB/EES-reglunum sem stuðlaði að hruni bankakerfisins á Íslandi og leiddi til Icesave-deilunnar.

Raunar er með ólíkindum ef ráðherrann hefur látið undir höfuð leggjast í för sinni til Brussel að vinna málstað Íslands í deilunni við ESA stuðning. Það er ekki gert með hinum tilvitnuðu orðum hér að ofan. Á meðan ESB breytir ekki ESB/EES-reglum um starfsemi fjármálastofnana er sama hætta á ferðinni og fyrir bankahrun hvort sem Ísland er innan ESB eða fyrir utan.

Í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um síðari ræðu Árna Páls Árnasonar í Brussel segir:

„Ráðherra nefndi að Icesave-málið væri ekki þess eðlis að það ætti að hafa áhrif á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi.“

Þetta segir sami ráðherra og fyrir 9. apríl taldi að Íslandi yrði útskúfað á alþjóðavettvangi ef þjóðin segði nei við IcesaveIII. Ef til vill er mannlegt að ráðherrann þegi nú um þann hræðsluáróður. Ráðherrann hefði hins vegar mátt skýra fyrir áheyrendum sínum rangindin sem felast í kröfum Breta og Hollendinga í garð Íslendinga. Ekki er minnst á að ráðherrann hafi lýst undrun sinni yfir afstöðu ESA eða dregið í efa réttmæti lögskýringa stofnunarinnar. Þar er um að ræða meginmál sem snertir öll ríki á ESB/EES svæðinu. Sérfræðingar í háskólum, og fjölmiðlum hafa tekið undir málstað þeirra sem greiddu atkvæði gegn Icesave III og lýstu þar með vantrausti á túlkun ESA, Breta og Hollendinga á hinu evrópska regluverki.

Hafi Árni Páll Árnason látið undir höfuð leggjast að skýra málstað meirihluta íslensku þjóðarinnar í Icesave-málinu sannast enn einu sinni að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er ófær um að gæta þjóðarhagsmuna í því. Ráðherrar treysta sér ekki til þess þar sem þeim finnst að með því séu þeir að vinna á móti höfuðmáli ríkisstjórnarinnar, aðildinni að Evrópusambandinu.

Í báðum ræðum sínum í Brussel talaði Árni Páll um ESB-aðildina á þann veg að hún væri bæði sjálfsögð og nauðsynleg án þess að láta hins getið að meirihluti þjóðarinnar væri á móti henni. Þar brást honum einnig bogalistinn og blekkti áheyrendur sína.

Að öllu athuguðu hefði verið skynsamlegast fyrir ráðherrann að halda sig heima í stað þess að draga upp ranga mynd af hagsmunum og afstöðu Íslands í ræðum í Brussel.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS