Nú hefur verið boðað til landsfundar Sjálfstæðisflokksins í nóvembermánuði n.k. Það er gott að sú tímasetning liggur fyrir. Á þeim fundi má búast við miklum umræðum um þau mörgu, veigamiklu mál, sem nú eru á dagskrá þjóðfélagsumræðunnar. Eitt af því sem þar verður rætt er niðurstaða Icesave-málsins og þá sérstaklega sú ákvörðun forystu flokksins og meirihluta þingflokks að styðja Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar, sem svo voru kolfelldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Væntanlega munu forystumenn flokksins gera ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum í því máli og síðan má búast við miklum umræðum um þær skýringar og röksemdir. Í kjölfarið hlýtur landsfundurinn að afgreiða það mál frá sér á einn eða annan veg.
Annað mál sem ætla verður að komi til mikillar umræðu á landsfundinum er aðildarumsóknin að Evrópusambandinu og staða hennar þegar að landsfundi er komið. Líklegt verður að telja, að landsfundurinn muni meta, hvernig forystu flokksins og þingflokki hefur gengið að fylgja eftir afdráttarlausri afstöðu síðasta landsfundar, sumarið 2010, afstöðu, sem fyrst og fremst varð til í grasrótinni á landsfundinum.
Í ljósi þess að enn er hálft ár til landsfundar er of snemmt að legga nokkurn dóm á það. Haustþingið er eftir og ekki ólíklegt að staða mála í aðlögunarferlinu skýrist í sumar og haust.
Hingað til hefur mörgum andstæðingum aðildar utan þings þótt þingflokkurinn gæti gengið fastar fram í málflutningi sínum en hann hefur gert. Þó er alveg ljóst að við og við hafa einstakir þingmenn tekið spretti, sem eftir hefur verið tekið en kannski hefur skort á að um reglulegan málflutning um smátt og stórt væri að ræða á Alþingi. Sameiginlegi þingmannafundur Íslands og Evrópusambandsins, sem hér var haldinn fyrir nokkrum vikum sýndi líka að einhver værð var yfir varðstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í málinu. Ályktunardrög lágu fyrir fundinum, sem engar tillögur höfðu verið gerðar um breytingar á fyrir tilskilinn frest, svo að ætla mátti að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu ekkert við þau að athuga. Svo var þó ekki og niðurstaðan varð sú, að þau ályktunardrög voru ekki tekin til umræðu enda sterk andstaða bæði úr Sjálfstæðisflokknum og hjá Vinstri grænum. Málið sýndi hins vegar, að þingflokkurinn hlýtur að setja upp sérstakt vöktunarkerfi í ESB-málum, sem tryggi að slys af því tagi, sem þarna var að gerast endurtaki sig ekki. Hefur það verið gert?
Afstaða forystu og meirihluta þingflokks til Icesave-málsins kom illa við marga almenna flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum og þeir hafa ekki gleymt þeirri afstöðu. Hins vegar væri það líklegt til þess að draga úr þeim sárindum, ef ljóst væri að þingflokkurinn væri að fylgja samþykktum síðasta landsfundar um Evrópusambandið eins fast eftir og nokkur kostur er. Því er tæpast hægt að halda fram til þessa. En þinginu er ekki lokið og kemur væntanlega saman í byrjun október aftur, ef ekki fyrr, svo að þingflokkurinn hefur enn tækifæri til að sýna hvað í honum býr.
Auðvitað er það svo, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera ekki annað en það sem þeir hafa sannfæringu fyrir. En miðað við yfirlýsingar flestra þeirra fer ekki á milli mála hver sannfæring þeirra er í sambandi við Ísland og ESB. Kannski skortir hins vegar eitthvað á að einhver úr þeirra hópi taki afgerandi forystu um hvernig andstöðunni skuli haldið uppi í þinginu frá degi til dags.
Á þetta er bent þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til umhugsunar.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...