Upplýst er að Seðlabanki Íslands (SÍ) vanreiknaði skuldir íslenska þjóðarbúsins um 623,3 milljarða króna í árslok 2009 og um 400 milljarða í árslok 2010. Bankinn hefur nú viðurkennt þessi mistök. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði á alþingi 6. júní að með því að vekja athygli á þessum staðreyndum og krefjast úttektar á aðferðum SÍ við útreikningana væri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, að „úthúða“ SÍ og sagðist Steingrímur J. ekki vilja taka þátt í þeim leik.
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur sagði í Bylgjunni 7. júní að skuldastaða íslenska þjóðarbúsins hefði verið lykilatriði í Icesave málinu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl og því væri brýnt að seðlabankinn gerði rækilega grein fyrir því hvers vegna hann hefði vanmetið hreina skuldastöðu þjóðarbúsins um hálfa þjóðarframleiðslu. Svo virtist sem SÍ hefði verið að þjóna Icesave-málstað ríkisstjórnarinnar með hinum röngu tölum sínum um erlendar skuldir. Hann sagði að SÍ sæti nú „með þessa heitu kartöflu“ og yrði að skýra hvernig bankinn hefði getað komist að svo rangri niðurstöðu um svo mikilvægt mál.
Í Morgunblaðinu birtist 7. júní illskiljanlegt svar bankans við fyrirspurn blaðsins um málið þar sem vísað er í flókið „utanumhald“ um erlendar fjárfestingar. Seðlabanki Íslands tók virkan þátt í blekkingarleik ríkisstjórnarinnar og meirihluta þingmanna fyrir Icesave-atkvæðagreiðsluna eins og sést á þessum orðum sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri lét falla á ársfundi bankans tveimur dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna:
„Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-samninginn um næstu helgi gæti auðvitað sett strik í þennan reikning [losun gjaldeyrishafta]. Verði niðurstaðan já munu haftaafnám og lántökur ríkissjóðs ganga fram eins og áformað er. Ef Icesave-samningnum verður hafnað eru hins vegar vísbendingar um að stóru bandarísku matsfyrirtækin tvö ákveði að setja lánshæfismat ríkissjóðs niður í spákaupmennskuflokk. Þá verður þyngra fyrir fæti varðandi erlenda lántöku ríkissjóðs og framgangur áætlunar um afnám gjaldeyrishafta myndi af þeim sökum ganga hægar. Óvissa er hins vegar um hversu sterk og langvinn þessi áhrif yrðu.“
Hér skal því haldið fram að SÍ þurfi ekki aðeins að gera grein fyrir röngu mati sínu á skuldastöðu þjóðarbúsins í árslok 2009 og 2010 heldur verði Már Guðmundsson að skýra hvers vegna hann ákvað taka svo illa ígrundaða afstöðu til Icesave-málsins aðeins tveimur dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og nota 50 ára afmæli SÍ til að kynna hana.
Mjög var haldið að almenningi í skjóli SÍ og annarra málsvara Icesave-samninganna að erlendir fjárfestar héldu að sér höndum vegna þess að Íslendingar vildu ekki axla Icesave-skuldirnar. Nú segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í nýrri skýrslu um Ísland að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi haft „lítil áhrif á boðaðar fjárfestingar, minni en óttast var“ eins og segir í Fréttablaðinu 7. júní.
Ástæða er til að halda vel utan um þessa atburðarás alla og hvernig upplýsingum er haldið að þjóðinni af hálfu opinberra aðila. Seðlabanka Íslands er lífsnauðsynlegt að njóta trausts. Á það hefur verulega gengið undanfarið.
Icesave er vissulega stórmál. ESB-aðildarumsóknin er þó enn stærri og afdrifaríkari. Í kringum aðildarumsóknina hefur verið spunninn mikill vefur í því skyni að villa um fyrir fólki. Icesave-blekkingarnar birtast eftir að stjórnvöld hafa tapað leiknum gagnvart almenningi. ESB-blekkingarnar mega ekki verða til þess að þjóðin láti glepjast af fagurgala eða hræðsluáróðri.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...