Nánast í hverri viku berast fréttir af nýjum vandamálum innan evrusvæðisins. Fyrir og um þessa helgi gerðist tvennt: annars vegar fór athygli fjármálamarkaða að beinast að Ítalíu og vandamálum þess evruríkis. Hins vegar datt botninn úr hinum frönsku hugmyndum um aðkomu lánardrottna í einkageiranum að björgunaraðgerðum númer II við Grikki.
Mikið verðfall varð á hlutabréfum á Ítalíu sl. föstudag. Það, ásamt deilum sem komu upp á yfirborðið á milli Berlusconis, forsætisráðherra og Tremonti, fjármálaráðherra hans, leiddi til stighækkandi ávöxtunarkröfu á ítölsk ríkisskuldabréf. Jafnframt jukust á ný áhyggjur af skuldastöðu Ítala en opinberar skuldir þeirra nema nú 120% af vergri landsframleiðslu. Sú skuldastaða hefur hingað til ekki valdið verulegum áhyggjum vegna þess að Tremonti hefur stjórnað ríkisfjármálum Ítala svo vel að mati fjárfesta. Vísbendingar um að pólitísk staða hans kunni að vera að veikjast hafa beint athygli manna á ný að þessari skuldastöðu. (Berlusconi segir opinberlega að Tremonti líti á sjálfsan sig sem snilling en alla aðra fífl).
Þessi órói í kringum Ítalíu varð til þess að snemma í morgun var kallaður saman skyndifundur helztu ráðamanna evrusvæðisins í Brussel. Ástæðan fyrir því að þeim bregður við neikvæða þróun á Ítalíu er skiljanleg. Ítalía er þriðja stærsta efnahagskerfið á evrusvæðinu. Það er meira en tvisvar sinnum stærra en efnahagskerfi Grikkja, Portúgala og Íra samanlagt. Þótt önnur evruríki hafi ráðið við að að leysa vanda þessara þriggja smáríkja gegnir öðru máli, ef þeir þurfa að bjarga Ítalíu eða Spáni. Yfirgnæfandi líkur eru á að þau hafi ekki bolmagn til þess.
Jafnframt hafa yfirlýsingar matsfyrirtækjanna þriggja orðið til þess að evruríkin hafa orðið að hverfa frá fyrri áformum um frekari björgunaraðgerðir við Grikki. Þau hafa orðið að leggja frönsku hugmyndina til hliðar. Í dag er líka fundur í Brussel, þar sem þessi vandamál verða rædd. Þar er nú rætt í fyllstu alvöru um að horfast í augu við greiðslufall hjá Grikkjum að einhverju leyti. Verði þetta niðurstaðan er ljóst, að fjármálamarkaðir hafa haft betur í átökum við ríkisstjórnir evrulandanna og er það út af fyrir sig bæði umhugsunarefni og áhyggjuefni ef í ljós kemur, að fjármálamarkaðir heimsins eru orðnir óviðráðanlegt „skrímsli“.
Eins og áður hefur verið vakin athygli á hér á Evrópuvaktinni gegnir furðu að þessi framvinda mála í Evrópu er ekkert rædd hér á Íslandi, þrátt fyrir aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Aðild að hverju?
Loks þegar óskað er eftir fundi í utanríkismálanefnd annars vegar til þess að ræða afstöðu utanríkisráðherra til varanlegra undanþága frá sjávarútvegsstefnu ESB og hins vegar til þess að ræða ofangreinda þróun í Evrópu er svar formanns nefndarinnar að það sé ekkert tilefni til þess að kalla nefndina saman til fundar!
Það er eins og núverandi ráðamenn þjóðarinnar lifi í einhverjum draumaheimi, óraunverulegri veröld, heimi ranghugmynda. Hvernig má þetta vera?
Og því miður eru litlar líkur á því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, noti tækifærið til þess að ræða þessa stöðu mála við Angelu Merkel í dag. Það hafa ekki komið fram neinar vísbendingar um að forsætisráðherra Íslands hafi yfirleitt gefið framvindu mála í Evrópu einhvern gaum, þótt hún sé forsætisráðherra í ríkisstjórn, sem vinnur nú að aðild Íslands að þeim óskapnaði, sem evursvæðið er að breytast í.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...