Er hugsanlegt að breyting sé að verða á afstöðu Samfylkingar til aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu? Það er ekki óhugsandi miðað við það, hvernig Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, talaði í samtali við AFP-fréttastofuna í fyrradag en þar viðurkenndi hún, að atburðirnir á evrusvæðinu gætu haft áhrif á stöðu málsins hér á Íslandi. Þannig hefur forsætisráðherra hins vegar ekki talað hér heima fyrir.
Þá er athyglisvert að sjá allt annan tón hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingar um þessi mál en áður. Hún virðist gera sér glögga grein fyrir því hversu veikt það er að fara af stað með aðildarumsóknina með klofinn stjórnarmeirihluta að baki og hún virðist líka gera sér grein fyrir því, að uppnámið á evrusvæðinu hljóti að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga og málið allt.
Hins vegar má vera, að afstaða Ingibjargar Sólrúnar segi í sjálfu sér enga sögu um viðhorf innan hennar gamla flokks. Er hugsanlegt að Ingibjörg Sólrún sé á leið út úr Samfylkingunni? Er hugsanlegt að Ingibjörg Sólrún sé komin í andstöðu við ríkisstjórnina? Það er ekki að sjá að miklir kærleikar séu á milli hennar og fyrrverandi samstarfsmanna hennar innan flokksins.
En jafnvel þótt svo væri, að fyrrverandi utanríkisráðherra væri á leið út úr sínum gamla flokki, fer ekki á milli mála að hún gegndi lykilhlutverki í því að koma aðildarumsókninni að ESB á dagskrá hér. Afstaða hennar nú veikir því augljóslega þá hreyfingu innan og utan Samfylkingar, sem berst fyrir aðildarumsókn að ESB. Ingibjörg Sólrún notar í raun sömu rök og við, sem andvígir erum aðild höfum notað undanfarna mánuði og misseri. Hún vísar til klofnings í stjórnarliðinu í afstöðu til málsins og hún vísar til ástandsins á evrusvæðinu. Að því leyti til má segja, að Ingibjörg Sólrún sé orðinn bandamaður andstæðinga aðildar þótt ekki skuli dregið í efa að langtímasjónarmið hennar í málinu séu óbreytt.
Hér er hins vegar um svo veigamikla breytingu að ræða á því, hvernig þær báðar, Jóhanna og Ingibjörg Sólrún, tala um þetta veigamikla mál að full ástæða er til að láta á það reyna með einhverjum hætti, hvort hugur fylgi máli.
Eins og vakin hefur verið athygli á hér á Evrópuvaktinni gæti það breytt miklu um þróun stjórnmála hér í nálægri framtíð ef svo væri.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...