Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Samtök atvinnulífsins breytast í pappírstígrisdýr


Björn Bjarnason
12. nóvember 2011 klukkan 11:13

Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) tók 10. nóvember afstöðu til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Stjórnin er skipuð 21 manni. Af þeim leggjast 10 „gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið“. Þeir telja í nafni SA „að leiða eigi viðræðurnar til lykta“ og síðan leggja samning „fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu“. Sex stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn þessari ályktun, tveir sátu hjá, þrír voru fjarverandi.

Þegar samtök á borð við SA taka stefnumarkandi afstöðu sem verkur þjóðarathygli er eðlilegt að með henni sé birt greinargerð. Hún á erindi til aðila að samtökunum og almennings svo að menn átti sig á þeim rökum sem að baki búa. Óhjákvæmilegt er að færa sérstök rök fyrir tímasetningunni með hliðsjón af upplausninni innan ESB. Auk þess sem eðlilegt er að rökstyðja hina efnislegu niðurstöðu á einhvern hátt. Það er ekki í þágu gegnsæis og upplýstrar umræðu um aðildarumsóknina að fjöldasamtök álykti skýringarlaust um stórmál af þessu tagi.

Ályktun 10 manna af 21 í stjórn SA fylgja engar skýringar. Þess vegna er holur hljómur í ályktuninni. Henni er hins vegar fagnað af þeim sem berjast fyrir aðild að ESB. Í skorti á rökum fyrir aðild láta þeir nú eins og þeir sinni lýðræðislegri skyldu gagnvart þjóðinni með því að mæla með framhaldi á viðræðum við ESB. Eins og þögnin um ástæður samþykktarinnar í stjórn SA sýni er þetta í raun flótti frá því að rökræða efni málsins. Stjórn SA ber að svara þessari spurningu: Hvaða hag Íslendingar hafi af því að ganga í Evrópusambandið?

Skýringuna á tímasetningunni má finna í fögnuði þeirra sem vilja aðild Íslands að ESB. Hún birtist til dæmis í leiðara Fréttblaðsins 12. nóvember þar sem Ólafur Þ. Stephensen, ESB-aðildarsinni, vekur máls á því að landsfundur Sjálfstæðisflokksins sé á næsta leiti og tengsl séu á milli forystu SA og Sjálfstæðisflokksins. Ólafur Þ. telur þó ólíklegt að ályktun SA hafi mikil áhrif á þá sem sitja landsfund flokksins, hins vegar þurfi formaður flokksins að loknum fundinum „að leggja talsvert á sig til að sannfæra fólk í atvinnulífinu um að sú stefna að draga aðildarumsóknina til baka sé rétt“.

Hér skal dregið í efa að þessi ályktun ritstjórans eigi við rök að styðjast. Hin hola og órökstudda ályktun 10 af 21 stjórnarmanni SA frá 10. nóvember stuðlar að því að bilið milli Sjálfstæðisflokksins og forystu Samtaka atvinnulífsins breikkar. Vandi SA er sá að vegna framgöngu sinnar gagnvart ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar eru samtökin eins og pappírstígrisdýr.

Liður í þessari óheillaþróun hjá SA er stuðningur samtakanna við stefnu ríkisstjórnarinnar í ESB-aðildarmálinu. ESB-aðildarsinnar sjá þá einu von að Samfylkingin haldi utan um ESB-málið. Ályktun stjórnar SA frá 10. nóvember er með öllu marklaus hrökklist Samfylkingin úr ríkisstjórn. Eini flokkurinn sem leyfir Samfylkingunni að komast upp með þetta eru vinstri-grænir. Þess vegna lýstu 10 af 21 stjórnarmanni SA í raun yfir stuðningi við ríkisstjórnina með ESB-ályktun sinni.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS