Stjórnmálafræðingar Samfylkingarinnar eru að sjálfsögðu komnir af stað með skýringar á niðurstöðum landsfundar Sjálfstæðisflokksins í málefnum Íslands og Evrópusambandsins og finnst ekki mikið til koma. Þó virðist eitt grundvallaratriði hafa farið fram hjá þeim.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum ráðherra og fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur lengi verið einn helzti forystumaður aðildarsinna innan Sjálfstæðisflokksins. Á landsfundinum lýsti hún yfir stuðningi við þá tillögu, sem samþykkt var um að hlé skyldi gert á viðræðum við ESB um aðild Íslands og þær ekki teknar upp aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu og þá að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að slíkt yrði samþykkt í slíkri atkvæðagreiðslu. Þorgerður Katrín kvaðst lýsa yfir stuðningi við tillöguna með semingi en engu að síður er það staðreynd, að hún lýsti yfir slíkum stuðningi.
Þetta er auðvitað grundvallatatriði að því er varðar afstöðu aðildarsinna innan Sjálfstæðisflokksins. Með ummælum sínum hefur Þorgerður Katrín fallizt á, að gert skuli hlé á viðræðunum og jafnframt að þær verði ekki teknar upp að nýju nema þjóðin sjálf taki ákvörðun um það.
Þessi afstaða Þorgerðar Katrínar er mjög mikilvægi. Þorsteinn Pálsson hefur í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu talað dálítið í sömu átt, þar sem hann hefur sett fram þá skoðun, að óhugsandi sé að aðildarviðræðum verði lokið og þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um samning fyrir þingkosningarnar 2013 eins og Jóhanna Sigurðardóttir lýsti yfir að hún stefndi að á landsfundi Samfylkingar í október.
Í raun og veru eru þau Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson að staðfesta það, sem við blasir að ríkisstjórnin hefur klúðrað aðildarumsóknini svo gersamlega að hún er andvana fædd að óbreyttu. Það er alveg ljóst að ráðamenn í Evrópu botna ekkert í því hvernig forystumenn ríkisstjórnar Íslands haga sér í þessu máli og þeim er auðvitað vel ljóst hver staðan er hér á landi.
Þetta lykilatriði fer hins vegar fram hjá stjórnmálafræðingum Samfylkingarinnar eins og við er að búast. Þeir eru að leggja flokkspólitískt mat samfylkingarmanna á niðurstöður landsfundar Sjálfstæðisflokksins en ekki hlutlægt mat fræðimanna.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...