Nú snúast átökin í Evrulandi fyrst og fremst um það að hafa peninga út úr Þjóðverjum. Fjármálamarkaðir gera dag hvern kröfu á hendur Þjóðverjum um aðgerðir, sem allar hafa það að markmiði að bæta stöðu og hag fjármálafyrirtækjanna. Þeir einu, sem eiga peninga í Evrulandi eru Þjóðverjar og þess vegna beinast allar kröfur að þeim.
Ríkisstjórnir í öðrum evrulöndum beina líka spjótum sínum að Þjóðverjum og þar er sama sagan. Þær eru að reyna að hafa peninga út úr þeim af því að þeir eru þeir einu, sem eiga peninga. Þetta fyrirbæri þekkist úr mannlífinu að öðru leyti.
Angela Merkel er hins vegar föst fyrir og stendur fast gegn allri ásókn í peninga Þjóðverja. Hún neitar að samþykkja að Seðlabanki Evrópu setji prentvélarnar af stað og hún neitar að gangast í ábyrgðir fyrir skuldabréfaútgáfu allra annarra evruríkja.
Þetta þýðir að átökin í Evrulandi eru orðin mjög djúpstæð eins og átök um peninga verða alltaf. Það er engin lausn að finnast á þessum deilum vegna þess að hún er vart finnanleg. Þjóðverjar vilja gera breytingar á sáttmálum ESB. Til hvers? Til þess að tryggja að það hafi afleiðingar ef einstök aðildarríki evrunnar standi ekki við sitt. Og afleiðingarnar eru í raun svipting á fjárræði þeirra ríkja, sem fara yfir strikið. Þau taka slíkum hugmyndum misjafnlega vel.
Á sama tíma og Evruland logar í illdeilum sendir Brussel hvern manninn á fætur öðrum til Íslands til þess að uppfræða okkur Íslendinga um hvað allt sé gott í Evrulandi.
Ætli þeir haldi að Íslendingar fylgist ekki með fréttum frá hinum stóra heimi!
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...