Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

ESB er risastórt millifærslukerfi


Styrmir Gunnarsson
30. nóvember 2011 klukkan 10:55

Evrópusambandið er risastórt millifærslukerfi. Í umræðum hér er gjarnan talað um mikilvægi þess að fá margvíslega styrki frá Evrópusambandinu til Íslands til vísindastarfsemi, menningarstarfsemi o.fl. Hins vegar er ekki talað um að allt eru þetta peningar úr ríkissjóði Íslands, sem sendir eru til Brussel og síðan til baka mínus þann kostnað sem eftir verður í Brussel vegna millifærslunnar. Þetta á við um greiðslur vegna EES-samningsins í dag og þetta mun eiga við í ríkara mæli, ef við gerumst aðilar að ESB.

Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja mundum við, miðað við árið 2009, greiða um 14 milljarða króna til Evrópusambandsins á ári. Verulegur hluti þess fjár mundi koma aftur í formi styrkja til landbúnaðar, dreifbýlisþróunar, atvinnuþróunar og vísindastarfsemi. Áætlað er að eftir yrðu um 3 milljarðar í nettógreiðslum okkar til Evrópusambandsins. Að auki mundum við sjálfkrafa verða aðilar að Evrópska fjárfestingarbankanum. Það kostar einn milljarð í peningum og 19 milljarða í skuldbindingum.

Grundvallaratriði í fjárhagslegum samskiptum aðildarríkja Evrópusambandsins er eins konar samtrygging. Þau leggja peninga í sameiginlegan sjóð og úthluta síðan úr honum á þann veg að meira gengur til þeirra, sem frekar þurfa á því að halda. Þess vegna eru efnaðri þjóðir nettógreiðendur og Ísland telst vera í þeirra hópi.

Fáir eru gagnrýnni á greiðslur til landbúnaðar og dreifbýlis en einmitt Samfylkingin, sem hefur ekki aðra hugsjón í stjórnmálum en að koma Íslandi inn i Evrópusambandið. Hvað veldur því að Samfylkingin hefur athugasemdir við greiðslur til þessara þátta ef þeir fara beint úr ríkissjóði Íslands en virðist engar athugasemdir hafa ef greiðslurnar fara fyrst frá Reykjavík til Brussel og síðan frá Brussel til Reykjavíkur mínus kostnað svo að Reykjavík geti að svo búnu greitt peningana til landbúnaðar, dreifbýlisþróunar og atvinnuþróunar?

Til hvers er yfirleitt nauðsynlegt fyrir okkur að gerast aðili að slíku millifærslukerfi? Vel má vera að þeir Íslendingar séu til, sem halda að við værum að fá þessar greiðslur frá öðrum og mundum af þeim sökum hagnast á því að gerast aðilar að ESB. En svo er ekki. Þetta eru okkar peningar, sem skírðir eru upp og kallaðir styrkir frá Evrópusambandinu.

Það er tímabært að fólk átti sig á þessum veruleika og að „styrkirnir“ frá Evrópusambandinu koma í raun úr vösum skattgreiðenda á Íslandi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS