Furðulegur ágreiningur er innan utanríkismálanefndar alþingis um hvor ráðherranna Össur Skarphéðinsson eða Árni Páll Árnason sé færari um um að gæta hagsmuna Íslands í Icesave-málinu í nýjum áfanga þess eftir að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað að skjóta því til EFTA-dómstólsins. Í stuttu máli er þeim hvorugum treystandi til að fara með hagsmuni þjóðarinnar í málinu. Ríkisstjórn Íslands brást þjóðinni í Icesave-málinu. Þjóðin hafnaði skoðun ríkisstjórnarinnar í tveimur atkvæðagreiðslum.
Í stað þess að taka afleiðingum gjörða sinna og segja af sér situr ríkisstjórnin áfram. Málstaður hennar varð undir í þessu brýna hagsmunamáli. Málflutningur ráðherra fram undir 9. apríl 2011 þegar þjóðin hafnaði Icesave III er ekki annað en vatn á myllu þeirra sem munu halda á máli ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Í réttarsalnum verður felldur áfellisdómur yfir því hvernig ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hélt á Icesave-málinu frá því að Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson tóku það í sínar hendur og þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkti niðurstöðu þeirra umræðulaust 5. júní 2009.
Meirihluti utanríkismálanefndar, stjórnarandstaðan auk eins þingmanns vinstri-grænna, telur að Árni Páll sé hæfari en Össur til að gæta hagsmuna Íslands þegar málið kemur til kasta dómstólsins í Lúxemborg. Minnihluti utanríkismálanefndar, auk áheyrnarfulltrúa úr Hreyfingunni, telur að málinu sé best borgið undir forsjá Össurar. Einkennilegast við þessa niðurstöðu er að enginn þingmanna skuli sjá að hvorki Árni Páll né Össur eiga að koma nálægt því að verja hendur Íslendinga í Icesave-málinu. Þeir eru báðir óhæfir til þess.
Þessa sérkennilegu stöðu á alþingi má rekja til þeirrar ógæfu að þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku höndum saman í Icesave-málinu á lokastigi þess. Af því leiðir að stjórnarandstaðan er að stórum hluta á sama báti og stjórnarflokkarnir í málinu. Þjóðin snerist gegn lögunum frá alþingi án þess að meirihluti þings tæki mark á vilja þjóðarinnar á þann hátt sem eðlilegt er í lýðræðisríki. Samhliða því sem ríkisstjórninni bar að segja af sér eftir ófararnir 9. apríl 2011 átti að rjúfa þing og boða til kosninga.
Þingmenn standa ekki frammi fyrir því að velja hvor sé betri brúnn eða rauður þegar rætt er um ráðherra í Icesave-málinu. Þeir eru allir óhæfir. Úr því að ríkisstjórnin situr þrátt fyrir Icesave-ófarirnar verður að búa þannig um hnúta að tjónið vegna hennar verði sem minnst í væntanlegum málaferlum. Sjálfstæðismenn á þingi lögðu fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina strax eftir atkvæðagreiðsluna 9. apríl. Því miður var hún felld. Ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar eru ekki verðugir meira trausts nú en þá.
Þjóðin hefur fellt dóm yfir afskiptum ríkisstjórnar og alþingis af Icesave-málinu. Þingmönnum ber að sjá til þess að þjóðin beri traust til þeirra manna sem taka að sér varnir fyrir Ísland í Lúxemborg. Þingmenn eiga því að sameinast um að fela hópi þriggja lögfræðinga, tveggja íslenskra og eins erlends, að undirbúa vörn Íslands fyrir EFTA-dómstólnum án afskipta alþingis eða ráðuneyta en í umboði þessara aðila á sama hátt og alþingi fól þriggja manna rannsóknarnefnd að fara yfir aðdraganda hrunsins og skrifa um málið skýrslu.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...