Það er því miður fátt sem bendir til þess að evruríkin séu að ná tökum á vandamálum sínum en flest sem gefur til kynna, að umtalsverður samdráttur sé framundan á evrusvæðinu. Hvaða skoðun, sem fólk kann að hafa á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er ljóst að þetta eru vond tíðindi fyrir alla.
Samdráttur í efnahagsmálum á evrusvæðinu mun hafa neikvæð áhrif á aðra. Það sést bezt á þeirri áherzlu, sem Bandaríkjamenn hafa lagt á að evruríkin finni viðunandi lausn á vandamálum sínum. Það sést líka á viðbrögðum Norðmanna, sem nú hafa áhyggjur af því, að samdráttur á evrusvæðinu komi illa við þá.
Svo virðist, sem einu gildi til hvaða ráðstafana forráðamenn evruríkjanna grípa; niðurstaðan er alltaf sú sama. Fyrstu viðbrögð eru jákvæð. Síðan byrja að berast fréttir um að bjartsýnin sé að fjara út. Það hefur líka gerzt í framhaldi af leiðtogafundinum í Brussel snemma í desember. Jafnvel ákvörðun Seðlabanka Evrópu um að dæla út fé í stórum stíl með seðlaprentun hefur ekki dugað til.
Ástæðan hlýtur að vera sú, að forráðamenn evruríkjanna hafi enn ekki tekizt á við þann grundvallarvanda , sem steðjar að evrusvæðinu. Tregða þeirra til þess stafar ekki af því að þeir skilji ekki hvað um er að ræða. Ástæðan er sú, að það er engin pólitísk samstaða innan evruríkjahópsins um að gera það sem gera þarf.
Aðildarríki evrunnar eru ekki á einu máli um að stefna hraðbyri í átt til Bandaríkja Evrópu, sem augljóslega er forsenda þess, að evrusamstarfið gangi upp.
Því meira sem sést af samskiptum Evrópuríkjanna, þeim mun minni trú hafa menn á að slík pólitísk samstaða náist nokkru sinni.
Það hefur minna breytzt í samskiptum ríkjanna á meginlandi Evrópu en ætla mætti við fyrstu sýn.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...