Hin stóra mynd í efnahagsmálum heimsins um þessi áramót virðist vera sú, að almenn samstaða sé um þá skoðun, að samdráttur í efnahagsmálum verði á evrusvæðinu á þessu ári. Hins vegar eru skiptar skoðanir um, hvort hann verði hóflegur og gangi fljótt yfir eða hvort hann verði dýpri, alvarlegri og standi kannski í mörg ár. Um þetta eru menn ekki á eitt sáttir.
Flestir sérfræðingar, sem hafa tjáð sig um áramótin eru þeirrar skoðunar, að Bandaríkin séu að ná sér á strik. Hins vegar eru efasemdir um að það sé varanlegur árangur, heldur kannski spurning um hvort Obama takist að halda þeim dampi uppi fram yfir forsetakosningar og tryggi með því endurkjör sitt og þá taki alvara lífsins við. Bandaríkin eru eftir sem áður töluvert skuldsett og engin samstaða í Washington um hvernig eigi að taka á þeim vanda. Fylgi Ron Paul, hins 76 ára gamla þingmanns í fulltrúadeildinni í forkosningum repúblikana er athyglisvert vegna þess, að hann er eini frambjóðandinn, sem hvetur til þess að Bandaríkjamenn kalli hersveitir sínar heim frá öðrum löndum og bendir á, að kostnaður við veru þeirra í öðrum heimshlutum sé gífurlegur. Sú ákvörðun ein mundi að hans mati leysa mikinn fjárhagsvanda Bandaríkjamanna. Kannski er fylgi Ron Paul vísbending um að þessar skoðanir eigi verulegan hljómgrunn meðal bandarísks almennings.
Stóra spurningin er hins vegar sú, hvort hin rísandi efnahagsveldi bæði í Asíu en líka Brasilía muni megna að draga þennan vagn, þannig að efnahagsleg áföll heimsbyggðarinnar verði ekki jafn mikil og ætla mætti, þegar horft er til vandamála evrusvæðisins. Um þetta eru skiptar skoðanir eins og annað. Það eru áhyggjur af þróuninni í Kína. Þó eru flestir þeirrar skoðunar að hin kommúníska stjórn í því kapítalíska hagkerfi, sem þar hefur orðið til nái að tryggja svokallaða mjúka lendingu. En jafnframt óttast margir að til hafi orðið bóla í Brasilíu, sem sé í þann veginn að springa.
Hins vegar er því spáð að Kínverjar muni lækka gengi gjaldmiðils síns til að örva útflutning, sem aftur muni kalla á mótaðgerðir Vesturlandaþjóða, sem í rauni muni felast í nýjum höftum til þess að verja atvinnustig Vesturlandi fyrir flóði á ódýrum vörum frá Kína.
Veikasti hlekkurinn i þessari keðju er augljóslega evrusvæðið.
Og þangað vilja sérfræðingar Samfylkingarinnar leita til þess að tryggja framtíð Íslands. Þegar horft er til reynslu annarra þjóða er margt sem bendir til þess að með því móti sé aðeins hægt að tryggja eitt:
Vaxandi atvinnuleysi, versnandi lífskjör og vaxandi fólksflótta.
Viljum við það?
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...