Alþýðusamband Íslands efnir nú reglulega til funda um íslenzku krónuna, evruna og aðra gjaldmiðla og veltir upp þeirri spurningu, hvaða valkosti við eigum í gjaldmiðilsmálum. Að sjálfsögðu er ekkert nema allt gott um slíkar umræður að segja svo lengi, sem þær snúast um að upplýsa og fræða en ekki um trúboð, sem of mikið hefur borið á af hálfu Alþýðusambandsins.
Hins vegar fer minna fyrir því, að þessi heildarsamtök verkalýðsins á Íslandi haldi uppi reglulegri upplýsingastarfsemi um atvinnuástandið í þeim evruríkjum, sem verst standa um þessar mundir. Þó er það harður veruleiki, að atvinnuleysi í sumum þessara ríkja eins og t.d. í Grikklandi og á Spáni er gífurlegt og allt að því óbærilegt í röðum ungs fólks en í báðum þessum löndum er um helmingur fólks innan við 25 ára aldurs án atvinnu.
Ekki tekur betra við, þegar horft er til annarra aðildarríkja myntbandalagsins. Hér á Evrópuvaktinni í dag er sagt frá því að yfirgnæfandi meirihluti fyrirtækja á Írlandi stefnir að því að frysta laun á árinu 2012 eða lækka laun á árinu og segja að allt tal um að hækka laun sé óraunhæft. Það eru lítil tengsl á milli þess veruleika, sem þannig blasir við írskum launþegum og boðskap sendimanna, sem ESB sendir hingað til lands til þess að uppfræða okkur Íslendinga um velgengni Íra í baráttu þeirra við afleiðingar fjármálakreppunnar á Írlandi.
Er ekki kominn tími til að Alþýðusamband Íslands fái hingað ræðumenn frá heildarsamtökum verkalýðsins á Grikklandi, Spáni og Írlandi til að segja okkur Íslendingum frá hlutskipti launþega í þessum ríkjum? Það væri áreiðanlega mjög gagnlegt innlegg í umræður Alþýðusambandsins um íslenzku krónuna og valkosti okkar Íslendinga í gjaldmiðilsmálum.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...