Af því sem sagt er í RÚV um umræður í Noregi eftir að úttektarskýrslan um EES-samstarfið var birt 17. janúar mætti ætla að ný staða hefði myndast í Evrópumálum meða Norðmanna. Því fer hins vegar víðs fjarri. Skýrslan staðfestir í megindráttum það sem allir vissu sem þekktu til mála: EES-samningurinn hefur dugað Norðmönnum vel, hann hefur staðist tímans tönn, Norðmenn hafa haft of lítil áhrif á efni ákvarðana á vettvangi Evrópusambandsins. Þetta er sama meginniðurstaða og fram kom í skýrslu um EES-samstarf Íslands fyrir fimm árum.
Í frétt BBC af norsku skýrslunni segir að Fredrik Sejerstad, formaður norsku nefndarinnar, telji að eftir því sem samþætting við ESB hafi aukist hafi fjölmiðlar, almenningur og stjórnmálamenn botnað minna í framvindu mála. „Um fáa þætti lýðræðis í Noregi vita jafnmargir jafnlítið og um Evrópustefnu Noregs,“ segir Sejersted við BBC.
Þessi orð eiga við um íslenska stjórnmálamenn, fjölmiðla og almenning. Við upphaf aðildar Íslands að EES mótaði utanríkismálanefnd alþingis ákveðnar starfsreglur um þinglega meðferð EES-reglna, samráð milli utanríkisráðuneytisins og alþingis. Þegar Evrópunefndin skilaði áliti í mars 2007 blasti við að þessum reglum hafði ekki verið fylgt og kynnt voru áform um að bæta úr því. Ekkert bendir til að það hafi verið gert. Raunar er næsta óþekkt að deilur verði á alþingi vegna mála sem rekja má til EES-samstarfsins, þær stafa helst af því að ráðherrar kjósa að hengja einhver gælumál sín á EES-lagafrumvörp en eru ekki vegna ágreinings um EES-textann sjálfan.
Íslensk stjórnskipun mótast öðrum þræði af venjum sem síðar verða að stjórnskipunarreglum. Á 18 ára gildistíma EES-samningsins hefur mótast stjórnskipunarvenja við afgreiðslu EES-mála á alþingi og því er furðulegt þegar Össur Skarphéðinsson, núverandi utanríkisráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, ganga fram fyrir skjöldu vegna norskrar skýrslu og segja EES-samninginn brjóta í bága við íslensku stjórnarskrána. Jón Baldvin taldi ekki svo vera þegar hann mælti með samþykkt samningsins á sínum tíma og í áranna rás hefur íslensk stjórnskipun lagað sig að EES-aðildinni.
Þetta er staðreynd. Er það aðeins til marks um hentistefnu Össurar og Jóns Baldvins að þeir kjósi nú að kenna EES-samstarfið við stjórnarskrárbrot og að alþingi sé niðurlægt í hvert sinn sem EES-mál sé lagt fyrir það til afgreiðslu.
Í frétt The New York Times af aðild Króatíu að ESB segir: „Bent er á að Króatar hefðu aldrei komist á þetta stig í samskiptum sínum við ESB án algjörrar aðlögunar að kröfum ESB, þeir hafi orðið að fara í mót þess til dæmis með því að samþykkja 350 ný lög. Enginn viti í raun hve mörg skjöl hafi gengið á milli viðræðuaðila af því að Króatar hefðu hætt að telja eftir 150.000 blaðsíður.“
Þarna er sama sjúkdómseinkenni lýst og við blasir í Noregi og á Íslandi. Þeir sem skulu skoða skjölin frá ESB hætta því einfaldlega og láta þau renna í gegn á færibandi af því að almennt er ekki um ágreiningsmál að ræða. Verra er þegar andvaraleysið nær einnig til þeirra þátta í samstarfi EES-ríkja við ESB þar sem EES-menn geta haft áhrif á mótun ESB-reglnanna, það er meðal sérfræðinganna sem semja þær. Nefna má skýr dæmi um að slík tækifæri séu ekki nýtt, til dæmis varðandi raforkumál hér á landi.
Þeim sem berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu ferst ekki að gagnrýna EES-samstarfið með vísan til lýðræðishalla. Innan EES er Íslendingum aðeins skylt að innleiða löggjöf sem snertir umfang samningsins. Kæmi til aðildar að ESB yrði Íslendingum gert skylt að kyngja öllum ESB-lagabálkinum orðalaust auk þess sem þeir yrðu síðan og sitja og standa eins Þjóðverjar og Frakkar vildu.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...