Alþingi fjallar í dag, þriðjudaginn 24. janúar, um þingsályktunartillögu frá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra um að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að samþykkja rammasamning við ESB um reglur um samstarf er varðar fjárhagsaðstoð ESB við Ísland innan ramma stuðningsaðgerða sjóðs er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki ESB (IPA). Ritað var undir samninginn 8. júlí 2011. Hann er gerður að kröfu ESB og í samræmi við regluverk sambandsins. Hann fjallar í stórum dráttum um viðtöku IPA-styrkja og eftirlit með ráðstöfun þeirra, en sams konar samningur hefur verið gerður við öll ríki sem sótt hafa um aðild að ESB eftir 1994. Í samræmi við samninginn verður einnig tekið fyrir á alþingi í dag frumvarp frá fjármálaráðherra um skattfrelsi vegna IPA-styrkja, ekkert af styrkjunum má renna til að greiða skatta eða önnur opinber gjöld. Þá skal þess gætt að ekki sé lagður tekjuskattur á þá útlendinga sem koma hingað til lands til að veita þjónustu eða vinnu sem fjármögnuð er af IPA-aðstoð.
Ríkisstjórnin og einkum vinstri-grænir ráðherrar innan hennar hafa haldið því fram að þannig sé staðið að ESB-umsókn Íslands og aðildarviðræðunum að ekki verði hróflað við neinum þáttum íslenska stjórnkerfisins að kröfu ESB, ekki komi til neinnar aðlögunar, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um gerðan samning enda segi þjóðin já við aðild í henni.
Þingsályktunartillagan um IPA-styrkina sannar enn á ný þá blekkingariðju sem stunduð er í stjórnarráðinu og af stjórnvöldum vegna ESB-umsóknarinnar. Með tillögunni sem flutt er í nafni allrar ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar er búið í haginn fyrir lögmæti þess að taka við aðlögunarfé frá ESB og tryggð sérréttindi vegna þess.
Hér á þessum stað hefur margítrekað verði bent á það eðli ESB-aðildarviðræðnanna að þar ráði ESB alfarið ferðinni bæði að því er varðar form og efni. ESB hefur gefið utanríkisráðherra fyrirmæli um að flytja þessa tillögu til að tryggja skattfrelsi IPA-styrkjanna og erlendra starfsmanna sem koma að því að gefa íslenskum yfirvöldum fyrirmæli um hvernig að staðið skuli að ESB-aðlöguninni.
Fyrir löngu varð ljóst að ráðuneyti og einstakar stofnanir þeirra stæðu að umsóknum um IPA-styrki, einkum ráðuneyti undir stjórn ráðherra vinstri-grænna. Í því efni eins og öðrum fara ráðamenn vinstri-grænna með rangt mál þegar kemur að hagsmunagæslu út á við. Steingrímur J. Sigfússon sagði við Bændablaðið 19. janúar 2012 að hann hefði gengið of langt í ESB-samningum við Jóhönnu Sigurðardóttur í maí 2009. Hann sæi það nú en við því yrði ekkert gert enda í húfi að halda Sjálfstæðisflokknum utan stjórnarráðsins.
Einkennilegri rök fyrir ESB-aðildarumsókn hafa aldrei verið kynnt en þau sem Steingrímur J. og Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, hafa notað til að draga vinstri-græna stig af stigi inn í aðlögunarvél Evrópusambandsins. Nýtt skref í því efni verður stigið í dag þegar þeir félagar og aðrir þingmenn vinstri-grænna standa að aðlögunartillögum Össurar. Steingrímur J. var fjármálaráðherra þegar skattfrelsisfrumvarpið fyrir IPA-styrkina var samið. Hvenær skyldi hann segja að hann hafi lagt það fram með „sorg í hjarta“?
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...