Hafi einhvern tíma verið hægt að tala um hrossakaup í pólitík (sem vissulega hefur verið hægt!) á það svo sannarlega við í Evrópu um þessar mundir. Eftir miklar efasemdir fyrir og um helgina um hvort neyðarlánið til Grikklands næði í gegn á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í dag, eru fjölmiðlar í Evrópu nokkuð sammála um að það verði þrátt fyrir allt samþykkt á fundi ráðherranna síðdegis í dag.
Sagt var að Þjóðverjar, Finnar og Hollendingar væru því andvígir og þar færi Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands fremstur í flokki. Nú er sagt að hann hafi verið píndur til að falla frá þeirri andstöðu en jafnframt undirstrikar Schauble nauðsyn þess, að Grikkir taki boði Þjóðverja um aðstoð til að koma á betra skattheimtukerfi í Grikklandi.
Það er ómögulegt að vta hvort andstaða ríkjanna þriggja hefur verið leikur í einhvers konar pókerspili við Grikki. Hitt er víst, að einhverju hafa ríkin þrjú náð fram með því að sýna af sér þessi leiðindi.
Hrossakaupin fara fram á bak við tjöldin nú alveg eins og fyrir tæpum aldarfjórðungi þegar Helmut Kohl samdi við Mitterand Frakklandsforseta um að taka upp evru gegn því að Frakklandsforseti léti af andstöðu við sameiningu þýzku ríkjanna.
Þótt niðurstaða hrossakaupanna í dag verði sú, að neyðarlánið til Grikklands verði samþykkt er ómögulegt að vita hvað gerist næst á þeim vígstöðvum. Þjóðfélagsórói fer vaxandi í Grikklandi af skiljanlegum ástæðum en eftir á að koma í ljós hvaða farveg hann finnur sér í kosningunum í apríl.
Með því að vilja fá sæti við „borðið“ i Brussel er Samfylkingin í raun að sækjast eftir því að verða gjaldgeng í hrossakaupum í Evrópu.
Þjónar það hagsmunum íslenzku þjóðarinnar?
Viljum við gerast hrossaprangarar í Evrópu?
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...